Heimur Sollu

Wednesday, November 16, 2005

Tíminn líður.

Þetta er alveg ótrúlegt, hvað tíminn líður. Ég hef ekki bloggað síðan þriðja nóv, mér finnst það hafa verið í gær.En þetta verður örstutt blogg, Alexander hélt upp á afmælið sitt um helgina, og þið getið lesið allt um það á síðunni hans, annars er hann búinn að vera veikur og er ég farin að halda að hann sé með vírus í maganum, því að hann er búinn að vera með niðurgang í nokkra daga. Ég var svo í lokaprófinu í dönsku í dag í Aarhus, og held ég barasta að mér hafi gengið vel, ég fæ svo að vita niðurstöðuna held ég í næstuviku. Hölli var líka að taka þetta sama próf og held ég að honum hafi gengið vel. Munnlegaprófið er svo í desember frá sjöunda til tuttugasta, þvímiður því að ég fæ ekki inn í skólanum fyrr en niðurstöðurnar úr þessum prófum eru komnar á borð hjá þeim, og ég veit ekkert hvenær ég fer í test og við getum ekki haft áhrif á röðina, máski verður skólinn fullsetinn, þegar niðurstöðurnar loksins koma. Eg vona bara að þetta reddist allt. Að öðru það er kominn jólafílingur í liðið, eru spiluð jólalög á hverjum degi. Styttist í það að maður fari að sétja jólaljósin upp, það er nefnilega miklu minni lýsing hér heldur en heima, (sparnaður á rafmagni). Það er annars allt gott að frétta af öllum hér, fyrir utan þetta með Alexander, Benni er að koma í heimsókn held ég um helgina, svo styttist í Anítu. vonandi líður ekki næstum heill mánuður til skrifta, en til næst bæó.

2 Comments:

  • Þarf ekki að láta lækni skoða alex??? en annars eru bara 2 vikur í mig =)

    By Anonymous Anonymous, At 9:39 AM  

  • Ég ætla að koma í byrjun janúar svo það styttist í mig líka ) jibbí!!!!

    By Anonymous Anonymous, At 4:09 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home