Heimur Sollu

Thursday, November 03, 2005

Kitlikitl.

jæja hún Anna Sigrún kitlaði mig, svo nú ætla ég að skrifa eithvað um sjálfa mig. og hér kemur það.

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey.

° Ferðast til Frakklands.
° Fá mörg barnabörn. (svo ég verði ekki einmana í ellinni)
° Eiga peninga sem ég get dreift um mig.
° Læra frönsku.
° hafa það gott.
° Labba yfir helju.
° Ferðast vítt og breytt um heiminn.

Sjö hlutir sem ég get.

° Talað dönsku, svotil hikstalaust.
° Bakað, eldað og lagaðtil á sama tíma.
° Elskað familíuna MIKIÐ.
° Hlustað endalaust á Adda semja tónlist.
° Horft mikið á raunveruleikaþætti.
° Hlakkað til að Aníta komi.
° Keyrt með Adda til þýskalands, og til baka á einum degi.

Sjö hlutir sem ég get ekki.

° Átt gotterí lengi, það bara hverfur.
° Keyrt bíl og gert eithvað annað í leiðinni.
° Talað hið seyðandi tungumál, frönsku.
° Þolað mikið drasl í kringum mig, en einhvernvegin er alltaf allt í drasli.
° Lifað ef ég mundi missa, Adda eða eithvert barnanna.
° Talað mikið í símann, raunar þoli ég ekki að tala í síma.
° Farið að sofa eftir kvöldmat, þó að ég sé dauðþreytt.

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið.

° Rassinn, númer 1,2 og 3.
° Góður húmor, (gæti aldrey verið með húmorslausum manni).
° Hann á að vera kraftalegur.
° Klæða sig vel, (í töff föt).
° Hvernig hann kemur fyrir sjónir( í innræti og útliti).
° Svo má nú ekki gleyma augunum( þau geta sagt manni svo margt).
° Ef kossinn er góður, þá er aldrey að vita.

Sjö frægir sem heilla.

° Brad Pitt.
° Jude law
° John Travolta, eins og hann er í dag.
° Hugh Grant, alveg yndislega aulalegur í flestum myndum,(elska hann).
° Selma Hayek, alveg ótrúlega flott.
° Michael Douglas, það er bara eithvað við hann sem heillar.
° Patrick swayze, hann er líka kyssi kiss.

Sjö orð eða setningar sem ég nota mikið.

° Addi! lítteftir Alexander.
° Andskotinn.
° Nei, (við Alexander).
° Benedikta borðaðu matinn!!
° Djöfulsins drasl, það er eins og búi svín hérna.
° Nennirðu ( að gera hitt eða þetta).
° Við erum að verða of sein( á morgnana).

Sjö hlutir sem ég sé fyrir framan mig.

° Tölvuskjáinn.
° Myndir af börnunum.
° Webcam.
° Lampa.
° Bolla með kaffi í.
° Ritter sport súkkulaði.
° Nýjan scanner+ prentara.

Jæja þá er að kitla einhvern og það er pottþétt Míra, Agnes,Kristófer og Andrés. þið verðið svo að vera dugleg að blogga. En nóg í bili , ég er búin að sitja hér í meira en klukkutíma og skrifa þetta en bless til næst. Meðan ég man þá stóðst modul 4 testið í dönsku. bæ bæ.

2 Comments:

  • Til hamingju með það =) híhí sjáumst eftir 2 og hálfa viku =)

    By Anonymous Anonymous, At 3:06 PM  

  • hæjjj, hvernig gekk með afmælið???

    By Anonymous Anonymous, At 12:12 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home