Skóli, ný pragtik og annað
jæja gott fólk, þá er ég komin hingað aftur, ég get þó sagt eitt að sennilega fer ég í skóla eftir áramót. Það er búið að hafa samband við skólann, og ef ég næ dönskuprófinu í desember þá að öllum líkindum kemmst ég inn í skólann í Aarhus. Svo byrja ég í pragtík á elliheimili í Ryomgaard í október, og verð ég þar til skólinn byrjar en það er mjög gott að vera búin aðeins að kynnast þessu áður en ég fer í skólann. Ég er bæði spennt og kvíðin, eins og eðlilegt er, en þetta hljómar allt vel. Það hafa verið smá veikindi í gangi hér, upp og niðurgangur, og svo kvefpestar, það er nú ekki skrítið, því að hitinn er ekki mikill á morgnana, en svo er brjáluð blíða yfir hádaginn og svo aftur kalt á kvöldin. Benedikta er aðeins farin að lesa, hún fær bækur heim, um læsefidusen Carlo sem hún á að lesa í og svo kvittar maður og gefur umsögn. Nú er Alexander orðinn elstur hjá dagmömmunni og er verið að venja hann á að ganga við hliðina á vagninum,og halda í hann. það gengur annars allt bara mjög vel hjá öllum hinum fjölskyldumeðlimunum. Ég er að hugsa um að fara að sofa en til næst bæbæ.