Úr ýmsum áttum.
Jæja þá er ég sest hér og ætla að reina að pára eitthvað. Ég var að koma úr testi í dönsku og ég stóð mig með stakri príði!!!!!! Húrra fyrir mér, ég var prófuð í málfræði og skilning í lestri. Ég var með í maganum eins og alltaf þegar ég fer í próf, en ég veit ekki afhverju, þetta er bara svo létt að það er óþarfi að hræðast þetta. En svo í annað, það var götufesti hér og var það bara þrælgaman, mér fannst bara vera léleg mæting en ég kynntist þó nágrönnunum hér við hliðina, og eru þau bara hress. Fyrst var drukkið kaffi í laut sem er hér á milli einna húsanna og farið í víkingaspil, sem íslendingarnir urðum húkt á og er bara eftir að kaupa svona spil. Svo um kvöldið var hlaðborð með allskins réttum og hvert hús lagði til einn rétt, og meðalannars þá smökkuðum við í fyrsta sinn kengúrukjöt, sem var borið framm með spes sultu, og smakkaðist það mjög gott. Svo var auðvitað drukkið rauðvín með matnum, og á eftir var skotið nokkrum hot and sveet á röðina, og var maður bara orðinn nokkuð kenndur, en það er bara allt í góðu því það skeður svona í mestalagi einusinni á ári. Kristófer fer svo til Bornholm, í næstu viku og vona ég bara að það verði frábært stuð hjá honum, en verst er að hann snakkar ikke meget dansk, en hann getur bjargað sér smá í Ensku. Það stoppaði helst á að hann færi ekki því hann hefði ekkert hjól, en það er úr sögunni því að þau leigja hjól þarna. Heimasíðan af Benediktu bekk er komin í gagnið og er það fínt, en ég er smá svekkt yfir að það eru engar myndir af bekknum hennar, eins og af hinum bekknum, en vona ég að þær eigi bara eftir að koma. Andrea fór til Hornslet í gær, og gisti svo hjá vinkonu sinni í Rønde í nótt. Meðan ég skrifa þetta er Benedikta í sfo, Alexander hjá dagmömmunni, og Addi í vinnunni, svo að það er bara rólegt hér í augnablikinu, kannski ég fari bara að læra fyrir mánudaginn, ég er aðeins stemmd fyrir því. Ég á annars að fynna eitthvað emne og tala um það fyrir framan bekkinn, og er ég straks komin með í magann út af því, en gangi mér bara vel!! ég held ég fari nú bara að slútta þessu en þar til næst bæó spæó.
1 Comments:
vúhú.. er að bíða hérna á skrifstofunni eftir að skrifað verði undir kaupsamninginn... hringi þegar það er búið
By Anonymous, At 8:58 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home