Heimur Sollu

Monday, April 25, 2005

Blár en góður mánudagur!!!!!!

Halló allir saman!!
ég er ekki sú duglegasta að skrifa, ætli það sé ekki bara sumarið, það er svo gott veður að maður nennir ekki að gera neitt annað en að vera út í garði, þegar maður er heima. En svona er það bara, þetta er búinn að vera góður dagur, ég fór í viðtal út af pragtík og það gekk bara þokkalega, þó ég hafi verið svolítið stressuð. Dagmamman hans Alexanders er í fríi þessa viku, og er hann hjá annari dagmömmu, sem er mjög fín og hann tók henni fljótlega, svona ykkur að segja þá sváfum við nefnilega ekki mjög vel síðustu nótt út af áhyggjum, það gekk ekki mjög vel síðast þegar hann skipti um dagmömmu, en ég er svona og get ekkert að því gert. Andrea fór til Århus í dag með vinkonum sínum í tívolí, það er nefnilega svokallaður Bluemondag þá fara öll fermingarbörnin til Århus að eyða fermingarpeningunum, í tivolí og bara eiga góðan dag. Andrea er í Rønde núna en fer að koma heim. Þá er komið að henni Benediktu minni á föstudagskvöldið fór hún í sveitina og gisti hjá vinkonu sinni þar, svo kom hún aðeins við hér heima nóttina eftir en gisti svo hjá annari vinkonu sinni í nótt, þetta gekk bara allt ljómandi vel held ég. Ég hef verið mikið að vinna í mósaík í Dukan, og þó ég segi sjálf frá þá er þetta bara flott hjá mér. Addi smíðaði borð sem ég er að leggja mósaík á og ætla ég að reyna að klára það á morgun. því það er síðasti dagurinn minn þarna í bili, moske til frambúðar, vona það. Addi er búinn að smíða stól fyrir Alexander, og nú á hann fínan pall sem hann getur prílað uppá til að ná takmarki sínu sem sagt upp á borð, Addi er líka að smíða garðbekk og verður spennandi að sjá hann. Núna verð ég að fara að hætta en þar til næst bless í bili.

Sunday, April 17, 2005

Afmæli!!!!!!!!! og 4 merkisafmæli!

Haaalllóóó!!!
Jæja er ég þá komin hér enn og aftur, og allt gengur vel, magnað veður !!!, ég held bara að það sé að bresta á SUMAR. Sólin skín hér alla daga, og það er bara allt svo bjart. Anna Sigrún mín ég var ekki búin að gleyma þér, eða afmælinu þínu þann 21 apríl, og ég vil bara nota tækifærið hér og bara óska öllum þeim sem eiga afmæli í þessum mikla afmælismánuði TIL HAMINGJU (Jóna 4. apríl, Anna Sigga 14. apríl, Addi 19.apríl, Andrea, Sölvi og Hölli 20.apríl, Anna Sigrún 21. apríl, Ásta Guðbjörg 23. apríl, Nonni og Kolla 28. apríl, Sigga Jódís 29. apríl) ég vona bara að ég hafi ekki gleymt neinum en ef svo er þá bara til hamingju allir og sérstaklega þeir sem eiga merkisafmæli, og ég ætla að bæta einni við á listann og það er hún Lise til lykke með din fødselsdag, den 23 april hún verður nefnilega 30 ára og við erum að fara þangað á laugardaginn í veislu. Og svo er það Addi minn hann verður þrítugur á þriðjudaginn ég veit bara ekkert hvað við gerum, við kannski bjóðum bara einhverjum í grill einhverja helgina, þessum örfáu sem við þekkjum hér. En að öðru, Addi og Andrea eru að skila bílnum til Trige, Kristján og Didda eru nefnilega að koma á morgun og vil ég bara segja til þeirra þúsund þakkir fyrir lánið á bílnum við höfum allavegana skoðað okkur aðeins um hér í nágrenninu og það var bara magnað. Og svo þetta með pragtíkina, jú þetta er bara starfsþjálfun, ég fæ borgað frá Kommúnunni þetta er allavegana mánuður svo sjáum við bara til hvernig ég stend mig, ef ég stend mig vel fæ ég kanski starf þarna, ég er þarna mánudaga og þriðjudaga en í skólanum miðvikudaga fimmtudaga og föstudaga. Núna ætla ég að fara að snúa mér að öðru svo bless til næst!!!!!!!!

Tuesday, April 12, 2005

pragtík!!!!!!!!!!!!!

halló allir!!
það er langt síðan ég hef skrifað hér, en ég hef bara ekki haft tíma til að setjast fyrir framan tölvuna. en annars er allt gott að frétta, Hanna og Óskar voru hér og við gerðum margt skemtilegt, meðal annars fórum við í piknik með fólki sem á heima í skødstrup, og löbbuðum til Kalø slots, fórum upp á mols bjerg og sáum yfir alla Danmörk eða næstum því og að lokum borðuðum við aftensmad hjá þeim. Við fórum svo út að borða kvöldið áður en þau fóru frá okkur í boði þeirra, (afmælis máltíð fyrir Adda) hann verður nefnilega fjörgamall núna á þriðjudaginn, 30 ára karlinn og svo á nú hún Andrea mín afmæli daginn eftir og er 15 ára til hamingju bæði!!!!!!!!!!! en að öðru, þá er ég að öllum líkindum að fara í pragtík núna í maí í leikskóla það verður gaman, ég á að mæta í viðtal á mánudaginn 25 apríl og svo byrja ég í mai spennandi, en ég kvíði samt þokkalega fyrir, en ég á auðveldara með að tala við börnin. og það sem er það besta, er að þetta er hér í Thorsager!!!! í næstu götu. En núna verð ég að fara að ná í börnin, svo við sjáumst síðar hér á síðunni, bæó til næst.