Heimur Sollu

Monday, December 25, 2006

Jólakveðja

Gleðileg jól allir vinir og kunningjar nær og fjær og vonandi hafið þið það gott bæði um jól og áramót, eins og fyrr hefur komið fram höfum við takmarkað jólakortasendingar til vina okkar en það er ekki þarmeð sagt að við höfum gleymt ykkur, einsog flestir vita kanski vorum við að eignast litla dóttir og við komum heim í gær fyrst, svo mér hefur ekki gefist tími til að rita neitt fyrr en nú og biðst ég bara velvirðingar á því, en enn og aftur Gleðileg jól og borðiði á ykkur gat einsog ég ætla að gera, því nú er ég sko komin með listina aftur (gat ekkert orðið borðað trúi ég útaf stressi) jólastressi en þurfti þess ekki því ég hef svo góða hjálpara hér sem voru bara búin að gera allt svo ég þurfti næstum ekkert að gera þegar ég kom heim (heppin ég)svo erum við búin að skýra skvísu og heitir hún Hannah Christina og er hún með heimasíðu á barnalandi og er slóðin http://hannastina.barnaland.is
og er öllum velkomið að kikja á það. Svo vil ég bara þakka fyrir allar sendingarnar til okkar og pakkana hangikjöt, hákarl og fiskinn og bara allt þúsund þakkir. Jólakveðjur til allra frá mér og öllum hinum.

Tuesday, December 05, 2006

Jólakort.

Hæ,hæ jæja þá nálgast jólin óðum, og við höfum ákveðið að takmarka jólakortasendingar til Íslands, því að það er svooo dýrt í staðin komum við til með að kommenta hjá hinum og þessum vinum okkar jólaóskir, það eru bara ættingjar okkar sem fá að sjálfsögðu kort, ég vona að enginn verði sár, en það var nú bara þetta sem ég vildi koma á framfæri. ég blogga meira seinna, vonandi þegar barnið er fætt, það fæðist vonandi á morgun á afmælisdegi pabba, en þangaðtil segi ég nú bara bæjó spæó