Heimur Sollu

Saturday, July 29, 2006

Gestagangur!!

Vegna mikils gestagangs hef ég ekki haft tíma til að blogga, en það er nú aðeins farið að róast, en það byrjaði með að Aníta og Eydís komu hér þann sjötta júlí og eru þær hér enn, en fara á þriðjudaginn ásamt Andreu, Björk og Guðrúnu (vinkonur Andreu)en þær komu á miðvikudaginn var. Við fórum í brúðkaup Andrésar og Míru þann þrettánda júlí og var það falleg atöfn, síðan var farið í Tivolí friheden í brunsh nammi namm það var sko gott svo var bara spjallað og börnin notuðu tivolíið óspart, öll fjölskyldan þeirra Andresar og Adda komu til danó, Hanna Stína og Agnes gistu hjá okkur nokkrar nætur og Anna Sigrún og Gunni. Benni og Stína kíktu í bæinn ásamt Helgu. Eva frænka Adda kíkti eitthvað smá og varð Kristófer samferða henni heim til Íslands þann átjánda júlí. Krilla og Sigurjón komu hér 22. júlí um kvöldið, gistu eina nótt og fóru snemma á stað á vit ævintýranna og ætluðu að hitta fjörfisk á Benidorm daginn eftir að þau fóru komu Hjalti og Monika með börnin sín þrjú og gistu nokkrar nætur við spjölluðum bæði á Dönsku og norsku og svona af og til á íslensku, þau voru í skemmtiferð með börnunum og kíkktu í sommerlandið ásamt fleiru hér í nágrenninu, ég vil bara þakka þeim fyrir allan rausnarskapinn það var einsog við værum gestir hjá þeim en við eigum eftir að heimsækja þau og þá bjóðum við þeim bara í mat og nammi. Húsmóðirin er næstum komin í fristihúsfílinginn með þvílíkri vinnu að annað eins hefur varla sést, ég hef ekkert getað sinnt þessum gestum hef oftast byrjað kl. sex og unnið stundum til hálf sex og fæ ekkert frí hef unnið stanslaust í tvær vikur og veit barasta ekki hvenær ég fæ frí! En Rúna mín við eigum eftir að kíkka á ykkur svona þegar um hægist. Krilla og Sigurjón koma svo aftur hingað í byrjun águst áður en þau fara heim. ég má svo ekki gleyma Jóu og Óla en þau kíkktu hér einhverntíman í júní en það var ekki langt stopp. Ég veit ekki hvort einhverjir fleiri eru á leiðinni en það kemur bara í ljós. ætli ég hafi þetta lengra svo til næst lifið heil!!!!

Saturday, July 08, 2006

Dejligt : )

Hér sit ég nú bara á náttsloppnum og hef það næs, flestir eru sofandi. Nú eru Aníta og Eydis komnar hingað og er alveg magnað að fá þær í heimsókn, ég er í fríi þessa viku og er ætlunin að fara í djurssommerland nokkrum sinnum og slappa af þess á milli svo er nátturlega brúðkaup á fimmtudaginn, og veit ég að það verður æðislegt það er bara eitthvað við það að fara í brúðkaup og sjá brúðina labba inn gólfið, og svo nátturlega hún Benedikta mín blómastúlkan. Við fengum svo gesti í gær, Haukur og Rúna litu í heimsókn með börnin sín þrjú og skemmtilegt að sjá þau, þau borðuðu hjá okkur en litli guttinn þeirra var eitthvað slappur svo þau stoppuðu ekki lengi. Alexander er svo að byrja í leikskóla, við fengum bréf í síðustu viku um tilboð í leikskóla, og það er þannig að við getum alveg hafnað því, það er nefnilega val um tvo leikskóla, annar er hér við hliðina og hinn er þónokkuð langt frá, okkur finnst þó skógarleikskólinn meira spennandi og það er leikskólinn sem Alexander fékk tilboð í. Thorsagerleikskóli er svona venjulegur leikskóli en hinn er náttúrulegur þar sem flest leiktæki eru búin til úr trjám enda er hann umkringdur trjám og við höfum oftast kallað hann tarsanleikskólann, en nafnið á leikskólanum er Lille Arnold. Núna eru flestallir vaknaðir það er aðeins húsbóndinn sem er enn í fasta svefni, og við þurfum að fara að keyra Andreu í vinnuna, svo sáumst síðar í bloggheiminum. Bless til næst!!

Monday, July 03, 2006

ennþá meiri blíða : )

Á ég að segja ykkur hvað það er heitt úti núna!! bara 27 gráður í forsælu og á að fara hlínandi. þið sem eruð að koma í heimsókn sjáið örugglega nokkrar öskuhrúgur liggjandi hér og þar, það verður örugglega ekkert eftir af okkur. En við fórum um helgina til Linnette og Bo í heimsókn og áttum við alveg æðislegt kvöld þar, þau eru algjörir höfðingjar heim að sækja, var úðað í mann allskonar sætindum frá því þíska og maturinn var ekkert slor. Börnin okkar voru heima og fengu pizzu (það er líka í uppáhaldi hjá þeim öllum). Vinir Andreu og Kristófers gistu svo hér og það var bara næs hjá þeim. En eitt gleymdist alveg og í annað skiptið í röð minnti Hanna Stína okkur á brúðkaupsafmælið :( haldiði að sé nú ég var nokkrum sinnum búin að minnast á daginn en þegar dagurinn var að kveldi kominn var hringt í okkur og úps við gleymdum aðal deginum!! ég held að ég verði að láta sétja í mig svona minniskubb einsog tölvurnar hafa þá hlít ég að muna allt. Benedikta og Kristófer eru í djurssommerland núna annan daginn í röð, þau fóru með vini Kristófers og sistir hans sem er ekkert nema næsheitin í gær splæsti hún á þau ís, nammi og mat. Jæja nú er ég að hugsa um að fara að tékka á litla manninum mínum við erum nefnilega ein heima núna og svo ætla ég að halda áframm að liggja í sólbaði. bæó til næst