Gestagangur!!
Vegna mikils gestagangs hef ég ekki haft tíma til að blogga, en það er nú aðeins farið að róast, en það byrjaði með að Aníta og Eydís komu hér þann sjötta júlí og eru þær hér enn, en fara á þriðjudaginn ásamt Andreu, Björk og Guðrúnu (vinkonur Andreu)en þær komu á miðvikudaginn var. Við fórum í brúðkaup Andrésar og Míru þann þrettánda júlí og var það falleg atöfn, síðan var farið í Tivolí friheden í brunsh nammi namm það var sko gott svo var bara spjallað og börnin notuðu tivolíið óspart, öll fjölskyldan þeirra Andresar og Adda komu til danó, Hanna Stína og Agnes gistu hjá okkur nokkrar nætur og Anna Sigrún og Gunni. Benni og Stína kíktu í bæinn ásamt Helgu. Eva frænka Adda kíkti eitthvað smá og varð Kristófer samferða henni heim til Íslands þann átjánda júlí. Krilla og Sigurjón komu hér 22. júlí um kvöldið, gistu eina nótt og fóru snemma á stað á vit ævintýranna og ætluðu að hitta fjörfisk á Benidorm daginn eftir að þau fóru komu Hjalti og Monika með börnin sín þrjú og gistu nokkrar nætur við spjölluðum bæði á Dönsku og norsku og svona af og til á íslensku, þau voru í skemmtiferð með börnunum og kíkktu í sommerlandið ásamt fleiru hér í nágrenninu, ég vil bara þakka þeim fyrir allan rausnarskapinn það var einsog við værum gestir hjá þeim en við eigum eftir að heimsækja þau og þá bjóðum við þeim bara í mat og nammi. Húsmóðirin er næstum komin í fristihúsfílinginn með þvílíkri vinnu að annað eins hefur varla sést, ég hef ekkert getað sinnt þessum gestum hef oftast byrjað kl. sex og unnið stundum til hálf sex og fæ ekkert frí hef unnið stanslaust í tvær vikur og veit barasta ekki hvenær ég fæ frí! En Rúna mín við eigum eftir að kíkka á ykkur svona þegar um hægist. Krilla og Sigurjón koma svo aftur hingað í byrjun águst áður en þau fara heim. ég má svo ekki gleyma Jóu og Óla en þau kíkktu hér einhverntíman í júní en það var ekki langt stopp. Ég veit ekki hvort einhverjir fleiri eru á leiðinni en það kemur bara í ljós. ætli ég hafi þetta lengra svo til næst lifið heil!!!!