Heimur Sollu

Monday, July 03, 2006

ennþá meiri blíða : )

Á ég að segja ykkur hvað það er heitt úti núna!! bara 27 gráður í forsælu og á að fara hlínandi. þið sem eruð að koma í heimsókn sjáið örugglega nokkrar öskuhrúgur liggjandi hér og þar, það verður örugglega ekkert eftir af okkur. En við fórum um helgina til Linnette og Bo í heimsókn og áttum við alveg æðislegt kvöld þar, þau eru algjörir höfðingjar heim að sækja, var úðað í mann allskonar sætindum frá því þíska og maturinn var ekkert slor. Börnin okkar voru heima og fengu pizzu (það er líka í uppáhaldi hjá þeim öllum). Vinir Andreu og Kristófers gistu svo hér og það var bara næs hjá þeim. En eitt gleymdist alveg og í annað skiptið í röð minnti Hanna Stína okkur á brúðkaupsafmælið :( haldiði að sé nú ég var nokkrum sinnum búin að minnast á daginn en þegar dagurinn var að kveldi kominn var hringt í okkur og úps við gleymdum aðal deginum!! ég held að ég verði að láta sétja í mig svona minniskubb einsog tölvurnar hafa þá hlít ég að muna allt. Benedikta og Kristófer eru í djurssommerland núna annan daginn í röð, þau fóru með vini Kristófers og sistir hans sem er ekkert nema næsheitin í gær splæsti hún á þau ís, nammi og mat. Jæja nú er ég að hugsa um að fara að tékka á litla manninum mínum við erum nefnilega ein heima núna og svo ætla ég að halda áframm að liggja í sólbaði. bæó til næst

3 Comments:

  • Úúúúúú.... á að steykja okkur!!!! hehe bara 3 dagar í okkur sveitalubbana

    By Anonymous Anonymous, At 12:12 PM  

  • Það er magnað að þið eruð ánægð með veðrið en ég verð samt að segja að ég persónulega öfunda ykkur ekki ég þoli ekki hita og mikla sól en það er bara ég.Já og til hamingju með brúðkaupsafmælið þetta getið þið gömlu hjúin:)Jæja haldið áfram að njóta sólar og alls annars...Kv frá Akureyri enn einu sinni Helga og co

    By Anonymous Anonymous, At 12:26 PM  

  • Hæ og hó sólbrúnu Svarfdælingar í Danmörk. Það væri ekki slæmt að vera þarna hjá ykkur. Reyndar er orðið allt of langt síðan ég sá ykkur síðast. Ég er kominn í sumarfrí en er alltaf í leiðsögninni. Fór í Dalinn í fyrradag og hitti slatta af fólki. Það voru allir þokkalega hressir miðað við aðstæður. Við Krilla stungum í kring um beðið á leiðinu mömmu og pabba og þrifum aðeins til. Það er fallegt með þremur bláum blómum fyrir framan steininn. Veðrið er ágætt en lítil sól. Aðal fréttin er sú að Inga og Toni eru að flytja í Syðra Holt í haust, ef allt gengur að óskum með kaupin. Þá verða þær allar orðnar bændur nema Ásta. Hafið það gott þarna í Danmark. Kveðja héðan.

    By Anonymous Anonymous, At 11:10 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]<< Home