Heimur Sollu

Saturday, July 08, 2006

Dejligt : )

Hér sit ég nú bara á náttsloppnum og hef það næs, flestir eru sofandi. Nú eru Aníta og Eydis komnar hingað og er alveg magnað að fá þær í heimsókn, ég er í fríi þessa viku og er ætlunin að fara í djurssommerland nokkrum sinnum og slappa af þess á milli svo er nátturlega brúðkaup á fimmtudaginn, og veit ég að það verður æðislegt það er bara eitthvað við það að fara í brúðkaup og sjá brúðina labba inn gólfið, og svo nátturlega hún Benedikta mín blómastúlkan. Við fengum svo gesti í gær, Haukur og Rúna litu í heimsókn með börnin sín þrjú og skemmtilegt að sjá þau, þau borðuðu hjá okkur en litli guttinn þeirra var eitthvað slappur svo þau stoppuðu ekki lengi. Alexander er svo að byrja í leikskóla, við fengum bréf í síðustu viku um tilboð í leikskóla, og það er þannig að við getum alveg hafnað því, það er nefnilega val um tvo leikskóla, annar er hér við hliðina og hinn er þónokkuð langt frá, okkur finnst þó skógarleikskólinn meira spennandi og það er leikskólinn sem Alexander fékk tilboð í. Thorsagerleikskóli er svona venjulegur leikskóli en hinn er náttúrulegur þar sem flest leiktæki eru búin til úr trjám enda er hann umkringdur trjám og við höfum oftast kallað hann tarsanleikskólann, en nafnið á leikskólanum er Lille Arnold. Núna eru flestallir vaknaðir það er aðeins húsbóndinn sem er enn í fasta svefni, og við þurfum að fara að keyra Andreu í vinnuna, svo sáumst síðar í bloggheiminum. Bless til næst!!

4 Comments:

  • núna er húsbóndinn vaknaður og meira að segja búinn að skrifa pistil á síðuna sína.

    By Blogger Arnthor, At 6:25 AM  

  • Gaman að heyra að þið hafið það gott. Alltaf gaman að lesa hvernig lífið gengur fyrir sig þarna í Denmark....
    Kyssssssss
    Jóna sys

    By Anonymous Anonymous, At 3:29 PM  

  • Hæ og takk fyrir kíkkið,já það er ljúft að vera í baunalandinu góða,tilboð frá leikskólum sæirðu það fyrir þér hér á Íslandinu góða:)Annars allir hressir hér emgir meiri yfirlið og bara gaman að vera komin í sumarfrí:) Heilsur til familíunnar,Helga og co.

    By Anonymous Anonymous, At 10:12 AM  

  • Hæ Solla.

    Bestu kveðjur fyrir góðu veitingarnar. Það var mjög gaman að hitta ykkur. Þið munið að það er skylda að svara heimsókn með heimsókn, þannig var það í gamla daga.

    Hafið það sem allra best, kveðja Rúna Kristín og co.

    By Anonymous Anonymous, At 6:53 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home