Heimur Sollu

Friday, December 23, 2005

Gleðileg jól allir !!!!!!!!!!!!!

já ég veit að ég hef verið löt. en svona er það bara, þegar maður hefur í mörgu að snúast. Aníta var hérna náttúrlega, kom 29. nov og fór aftur með Andreu og Kristófer til Íslands(miss you guys) 17. des, og ætla að halda jólin á Íslandi. Hölli verður að vísu hérna á morgun, aðfangadag og á jóladag, svo að það verður ekki alveg tómlegt. En börnin mín eru ekki hérna og ég sakna þeirra meget, ég ætla svo bara að óska þeim gleðilegra jóla og vona bara að þau hafi það sem allra best um jólin. Ég var svo í lokaprófinu í dönsku, og ég stóð það (ég vil ekki segja með glans, stress held ég, en allavegana stóðst ég prófið). Svo núna bíð ég bara eftir framhaldinu, annað hvort í skólann(soucial og sundhedskolen) eða held áfram í praktíkinni. Svo hef ég bara verið að undirbúa jólin, og þar er nú í mörg horn að líta, skúra skrúbba og bóna, og kaupa jólagjafir og svo auðvitað að baka, má ekki gleyma því. á morgun á svo barasta að slappa af, og útbúa eftirréttinn (ris a la mandl) að dönskum hætti, mmmmmmmmm hlakkar mig ekkert smá til að borða hann, þetta er bara svo gott!! ef þar að segja ég klúðra ekki einhverju, þetta er nefnilega í fyrsta skipt sem ég geri réttinn. Í forrétt er rjómalöguð aspassúpa, aðalrétturinn er svo festskinka(svínaskinka)með öllu tilheyrandi og í eftirrétt er svo ris a la mandl og heimalagaður ís. Hljómar þetta ekki bara frábærlega? Benedikta bíður spennt eftir jólunum og er búin að setja pakkana undir jólatréð. Enda er allt klárt hér, nenni engu stressi. Ég var í fríi í dag og verð í fríi í alla næstu viku, svo það verður bara slappað af. Strákarnir eru farnir að horfa á mynd, svo ætli ég hlessi mér ekki bara í sófann, og góni á með þeim. ég vil svo bara óska öllum sem mig þekkja gleðilegra jóla og godt nýtt ár, og megiði hafa það sem allra best yfir hátíðina, eins og ég ætla að hafa það. Jólakveðjur úr Danaveldi!! bæbæbæbæ

2 Comments:

  • Hæ :)

    Vildi bara segja: GLEÐILEG JÓL!!! Ég hlakka til þess að hitta þig/ykkur milli jóla og nýárs :) ! Hafið það öll gott og hugsa til ykkar :) !

    Ykkar, Mira.

    By Anonymous Anonymous, At 2:44 PM  

  • Gleðileg Jól =)

    By Anonymous Anonymous, At 10:56 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home