Heimur Sollu

Wednesday, December 28, 2005

Dejlig jul !

við höfum bara haft það mjög gott þessa jóladaga sem liðnir eru, að vísu fékk Alexander einhverja pesti með miklum hita og er búinn að vera veikur í tvo daga með allt uppí 40 stiga hita. Því þurftum við að fresta heimsókninni til Atla og fjölsk. Addi lennti svo í vinnuslysi í dag, hann fekk kassastæðu ofanásig og nefbrotnaði og fékk heilahristing og þetta gerðist snemma í morgun, svo hann var ekki lengi í vinnunni. eins og þið getið lesið þá hefur gengið á ýmsu, ég er ekki alveg búin. í nótt vöknuðum við, við dyrabjölluna og mér kom bara eitt í hug innbrotaþjófar, þetta var um fjögurleitið og var náttúrlega enginn við dyrnar, ég hugsa að þetta hafi verið eitthvað at, en ég hugsa ekkert gott til þeirra því mér kom ekki dúr á auga eftir þetta, og var alltaf að hugsa um hvort ég heyrði ekki eithvert hljóð og hvort að væru ekki enhverjir komnir inn í húsið(ekki góð tilfinning), svo þegar Addi fór í vinnuna læsti ég á eftir honum. það hafa verið alveg ótrúlega mörg innbrot hér á Djurslandi(um 72) þannig að maður er svolítið nervus, en það hefur ekkert verið brotist inn hér í Thorsager, en maður getur aldrei verið öruggur. Andrés og Míra koma svo á morgun í kaffi, og vona ég að Alexander verði orðinn skárri. ég ætla svo að þakka fyrir allar gjafirnar, harðfisk, hangikjöt, krossgátubækur og íslenska namminu, þið eruð bara öll frábær og takk takk takk. ég varð bara orðlaus þegar ég opnaði gjafirnar. ég vona bara að þetta hafi verið nógu skýrt og stórt þakklæti. ég skrifa meira eftir áramótin, en bið bara að heilsa í bili og megiði eiga góð áramót.

1 Comments:

  • Takk,takk,takk fyrir okkur =) og vonadi varð ykkur að góðu =) Svo hringjumst við á áramótunum!! hej,hej

    By Anonymous Anonymous, At 10:59 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home