Klukk!!!!
Ég veit ekki hvernig ég á að koma mér út úr þessu, ég man ekki eftir neinum furðuhlutum um mig. Svo er búið að klukka alla sem ég þekki þannig að ég veit ekki hvern ég á að klukka.
En ég ætla að reyna. Þeir sem ekki vita út á hvað þessi leikur gengur, þá áttu að segja frá fimm furðulegum staðreyndum um þig, og klukka svo fimm aðra.
1. Ég er mjög myrkfælin, og þegar ég er ein hér frammi þá kveiki ég ljósið í eldhúsinu fer svo og kveiki inn á baði og þegar ég fer að sofa þá slekk ég á eftir mér, og slekk svo seinast á baðinu því það er við herbergið okkar.
2. Ég tala mikið við sjálfamig, og oft verð ég að passa mig þegar ég er annarstaðar, svo að fólk haldi ekki hreinlega að ég sé eithvað klikk.
3. þegar ég tek Bussen, þá verð ég helst alltaf að sitja við hurðina afturí, ég veit ekki afhverju en það er bara besta sætið, og ef einhver situr þar þá er ég ekki neitt sérstaklega ánægð.
4. Verð hreinlega veik ef ég er að fara að byrja á einhverju nýju, einsog ég er að fara að byrja í nýrri praktík, og svo sótti ég um skólann allt á sama deginum, og ég get svarið það að ég var alveg búin eftir þetta. Bara tilhugsunin.
5. Þá er það fimmta og og síðasta, ég er alveg skelfilega lofthrædd, og þarf næstum að hafa öryggislínu þegar ég stíg upp á stól. Ég vona að þetta sé nógu furðulegt fyrir ykkur.
Ég ætla að klukka Silju, Sonju, Agnesi, Ástu Mekkin og Míru.
En ég ætla að reyna. Þeir sem ekki vita út á hvað þessi leikur gengur, þá áttu að segja frá fimm furðulegum staðreyndum um þig, og klukka svo fimm aðra.
1. Ég er mjög myrkfælin, og þegar ég er ein hér frammi þá kveiki ég ljósið í eldhúsinu fer svo og kveiki inn á baði og þegar ég fer að sofa þá slekk ég á eftir mér, og slekk svo seinast á baðinu því það er við herbergið okkar.
2. Ég tala mikið við sjálfamig, og oft verð ég að passa mig þegar ég er annarstaðar, svo að fólk haldi ekki hreinlega að ég sé eithvað klikk.
3. þegar ég tek Bussen, þá verð ég helst alltaf að sitja við hurðina afturí, ég veit ekki afhverju en það er bara besta sætið, og ef einhver situr þar þá er ég ekki neitt sérstaklega ánægð.
4. Verð hreinlega veik ef ég er að fara að byrja á einhverju nýju, einsog ég er að fara að byrja í nýrri praktík, og svo sótti ég um skólann allt á sama deginum, og ég get svarið það að ég var alveg búin eftir þetta. Bara tilhugsunin.
5. Þá er það fimmta og og síðasta, ég er alveg skelfilega lofthrædd, og þarf næstum að hafa öryggislínu þegar ég stíg upp á stól. Ég vona að þetta sé nógu furðulegt fyrir ykkur.
Ég ætla að klukka Silju, Sonju, Agnesi, Ástu Mekkin og Míru.