Heimur Sollu

Sunday, September 25, 2005

Klukk!!!!

Ég veit ekki hvernig ég á að koma mér út úr þessu, ég man ekki eftir neinum furðuhlutum um mig. Svo er búið að klukka alla sem ég þekki þannig að ég veit ekki hvern ég á að klukka.
En ég ætla að reyna. Þeir sem ekki vita út á hvað þessi leikur gengur, þá áttu að segja frá fimm furðulegum staðreyndum um þig, og klukka svo fimm aðra.
1. Ég er mjög myrkfælin, og þegar ég er ein hér frammi þá kveiki ég ljósið í eldhúsinu fer svo og kveiki inn á baði og þegar ég fer að sofa þá slekk ég á eftir mér, og slekk svo seinast á baðinu því það er við herbergið okkar.
2. Ég tala mikið við sjálfamig, og oft verð ég að passa mig þegar ég er annarstaðar, svo að fólk haldi ekki hreinlega að ég sé eithvað klikk.
3. þegar ég tek Bussen, þá verð ég helst alltaf að sitja við hurðina afturí, ég veit ekki afhverju en það er bara besta sætið, og ef einhver situr þar þá er ég ekki neitt sérstaklega ánægð.
4. Verð hreinlega veik ef ég er að fara að byrja á einhverju nýju, einsog ég er að fara að byrja í nýrri praktík, og svo sótti ég um skólann allt á sama deginum, og ég get svarið það að ég var alveg búin eftir þetta. Bara tilhugsunin.
5. Þá er það fimmta og og síðasta, ég er alveg skelfilega lofthrædd, og þarf næstum að hafa öryggislínu þegar ég stíg upp á stól. Ég vona að þetta sé nógu furðulegt fyrir ykkur.

Ég ætla að klukka Silju, Sonju, Agnesi, Ástu Mekkin og Míru.

Tuesday, September 13, 2005

Allt í gúddí !!!!

Hér er ég komin, og ætla að skrifa smá. Ég veit að ég hef verið löt við að skrifa en vonandi batnar þetta. Það er nú ekki svo margar fréttir að segja ykkur. Við ætlum að kaupa bíl, og erum eiginlega með einn í skotmáli, sem húseigandinn á og er það citroen eitthvað (hef ekkert vit á þessháttar). Hann á einungis að kosta 15000 keyrir vel, og hann lítur vel út, við treystum líka manninum sem á bílinn, þannig að við verðum örugglega ekki snuðuð. Addi fór í starfsviðtal núna í dag, ég heyrði í honum áðan, og hann sagði að þetta hljómaði allt bara vel, svo nú er bara að krossa fingurna. Kristófer er búinn að eignast vini, og er einn drengurinn búinn að koma hér tvo daga í röð, en hann býr í Rønde. Benedikta er í góðum húmör, hún vill allavegana ekki vera of mikið heima, og eftir skóla fer hún alltaf til einhverrar vinkonu sinnar. Andrea er líka í góðum húmör og þið getið farið inná síðu diskóteks í Rønde og séð myndir af henni (með bleikt hár) og hér er slóðin www.diskotekdaisy.dk og klikkið á onsdag d. 7. sept, þar eru margar myndir af Andreu, Mette og mörgum öðrum unglingum. við fórum í djurssommerland, helgina 3. og 4. september og var það mjög gaman, gott veður báða dagana og gátum við dregið Adda með seinni daginn og fannst öllum það vera mjög gaman, og held ég bara að hann hafi skemmt sér alveg konunglega, þó hann hafi nú sagt annað, þetta hafði allavegana mikla þýðingu fyrir börnin. Svo var maður bara í afslöppun núna um síðustu helgi, enda var ég!! allavegana þreytt eftir helgina áður. Á morgun fer ég svo til Århus að sækja um skóla, og er ég bara spennt, svo byrja ég í praktík á elliheimili í október. Allt virðist ganga vel hjá okkur í augnablikinu, og segi ég bara húrra fyrir því!!!gaman að lifa. nú er nóg komið af þessu rausi en bæ ttiiiiilllll næst.