Allt í gúddí !!!!
Hér er ég komin, og ætla að skrifa smá. Ég veit að ég hef verið löt við að skrifa en vonandi batnar þetta. Það er nú ekki svo margar fréttir að segja ykkur. Við ætlum að kaupa bíl, og erum eiginlega með einn í skotmáli, sem húseigandinn á og er það citroen eitthvað (hef ekkert vit á þessháttar). Hann á einungis að kosta 15000 keyrir vel, og hann lítur vel út, við treystum líka manninum sem á bílinn, þannig að við verðum örugglega ekki snuðuð. Addi fór í starfsviðtal núna í dag, ég heyrði í honum áðan, og hann sagði að þetta hljómaði allt bara vel, svo nú er bara að krossa fingurna. Kristófer er búinn að eignast vini, og er einn drengurinn búinn að koma hér tvo daga í röð, en hann býr í Rønde. Benedikta er í góðum húmör, hún vill allavegana ekki vera of mikið heima, og eftir skóla fer hún alltaf til einhverrar vinkonu sinnar. Andrea er líka í góðum húmör og þið getið farið inná síðu diskóteks í Rønde og séð myndir af henni (með bleikt hár) og hér er slóðin www.diskotekdaisy.dk og klikkið á onsdag d. 7. sept, þar eru margar myndir af Andreu, Mette og mörgum öðrum unglingum. við fórum í djurssommerland, helgina 3. og 4. september og var það mjög gaman, gott veður báða dagana og gátum við dregið Adda með seinni daginn og fannst öllum það vera mjög gaman, og held ég bara að hann hafi skemmt sér alveg konunglega, þó hann hafi nú sagt annað, þetta hafði allavegana mikla þýðingu fyrir börnin. Svo var maður bara í afslöppun núna um síðustu helgi, enda var ég!! allavegana þreytt eftir helgina áður. Á morgun fer ég svo til Århus að sækja um skóla, og er ég bara spennt, svo byrja ég í praktík á elliheimili í október. Allt virðist ganga vel hjá okkur í augnablikinu, og segi ég bara húrra fyrir því!!!gaman að lifa. nú er nóg komið af þessu rausi en bæ ttiiiiilllll næst.
4 Comments:
P.S þið megið alveg kommenta
By Sólveig Hjaltadóttir, At 8:45 AM
COMMENT!!! ég á eftir að skoða myndirnar af Andreu... en vonandi kemst ég til Danó í nóv =) Þá verður sko gaman jibbíjeijj
By Anonymous, At 8:48 AM
djöfulsins gella er þessi Andrea!!! flottar myndir af henni og krökkunum :)
By Anonymous, At 3:36 AM
klukk klukk, lestu um það á síðunni minni
By Anonymous, At 5:32 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home