Heimur Sollu

Tuesday, October 02, 2007

10 góð ráð fyrir jafnvægi daglega.

# Lærðu að þekkja stresseinkenni þín, hlustaðu á líkamann þinn.

# Hugsaðu jákvætt. Brostu til heimsins!

# Hættu að láta eitthvað skaprauna þér.

# Hugsaðu um afhverju þú ert önnum kafinn. Er það yfirhöfuð nauðsynlegt?

# Ef þú hefur það ekki gott á einhverju svæði í lífinu, t.d. í vinnunni- þá skaltu leita eftir að hafa það gott með vinum og fjölskyldu.

# Gerðu aðeins einn hlut í einu og einbeittu þér að því sem þú ert að gera.

# Skipuleggðu pásurnar þínar.

# Finndu þér áhugamál. Hugsaðu um eitthvað annað en vinnuna og skuldbindingar.

# Finndu hvað það er sem stressar þig-settu kröfu á sjálfa(n) þig, frama, vinnu, fjárhag. Gerðu breytingar!

# Láttu vera með að taka sorgirnar fyrirfram. það kannski gerist samt sem áður aldrei.




Vildi bara deila þessu með ykkur, var nefnilega á fundi hjá leikskólanum, þar sem m.a var talað um stress og fengum við þessi ráð með heim. VÆRSGO!!!!!