Heimur Sollu

Tuesday, September 25, 2007

ALT MUGLIGT !!!

Hejsa !!
Þá er nú mál að blogga. Ég hef nú sótt um mörg vinnuplássin og ekkert gengið enn sem komið er, ég hef verið kölluð í eitt viðtal og ég veit nú ekki hvort ég á eitthvað að vera að tíunda það hér, en semsagt gekk það ekki vel, að mínu mati. Ég er ekki góð í að tala og öfunda ég Adda af þeim eiginleikunum. Ég á frekar (MJÖG) erfitt með að hæla sjálfri mér, en nú ætla ég að prufa án þess að segja djók á eftir. Solla mín þú ert best, þú ert góð sál, besta móðirin í allri veröldinni( segja börnin mín)allir elska þig, því þú ert svo frábær, þú ert hefur allt sem til þarf í þetta starf. Það vantar dagmömmur á svæðið og er ég að fara að sækja um það, dagmömmurnar vinna að vísu 48 tíma á viku en ég var nú vön að vinna myrkranna á milli á Dalvík og svo fá dagmömmurnar margt á móti fyrir að nota sitt eigið heimili og kommunan reddar öllu sem við þurfum að nota.
svo segi ég að ég geti ekki talað um sjálfa mig, en þá að öðru krakkarnir eru búin að vera veik þ.e Alexander og Hannah, Alex var með hálsbólgu og hita um helgina og núna er Hannah veik með það sama og þau eru með ljótan hósta.
Hannah er komin með dagmömmupláss og heitir dagmamman Gitte og býr niðrá Thorsgade, ég fæ að vita í næstu viku hvenær hún getur byrjað, við vorum í heimsókn þar í gær og líkaði bara vel.
Alexander er byrjaður að hjóla og er ég nú með lífið í lúkunum, því hann er svoltill glanni, en hann er ekki alveg búinn að ná tækninni við að fara af stað svo við þurfum alltaf að hjálpa honum.
Við fórum í haustmessu síðasta sunnudag, því minikonfirmanden( krakkarnir í þriðja bekk) tóku þátt í guðsþjónustunni og sungu lag fyrir okkur foreldrana og aðra sem komu til kirkju, hér eru byrjað að undirbúa krakkana fyrir fermingu í þriðja bekk, svo að Benedikta fer einusinni í viku í fermingarfræðslu.
Við erum svo búin að selja bílinn og fengum við 70.000 danskar kr. fyrir hann, sem er alveg ágætt og erum við svona eiginlega búin að festa okkur annan bíl, það er mitsubishi L300 sjö manna, því það hefur verið hálfgert problem með að fara eitthvað þegar eldri börnin hafa verið í heimsókn, svo ég vona að þessi bíll standist okkar kröfur.´
Jæja þá ég verð víst að fara að hætta þessu í bili er að fara í foreldra viðtal í skólanum. svoooo si u later :) knus og kram frá Sollu FRÁBÆRU.

3 Comments:

  • Snilldar bílllll... geðveikt flottur

    By Anonymous Anonymous, At 8:02 AM  

  • Ég ætla nú ekkert að kommentera á þennan bíl eflaust er hann fínn en eitt veit ég að þú ert svo sannarlega góð manneskja Solla mín og þú ert ekki ein um að eiga erfitt með að hæla þér.Haltu því samt bara áfram,og vonandi færðu fína vinnu þarna efast ekki um það.Kveðja Helga Maren

    By Anonymous Anonymous, At 3:52 AM  

  • Sæl Solla mín. Fyrirgefðu hvað ég hef verið sambandslaus. Farðu inn á www.capacent.is/pages/228 - 23k og lestu um hvernig maður á að bera sig að í atvinnuviðtölum. Héðan er allt ágætt að frétta. Bið að heilsa allri hjörðinni þinni Hringi bráðum. Bæ Jóna sys

    By Anonymous Anonymous, At 10:41 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home