Heimur Sollu

Thursday, February 22, 2007

Snjóóór!!!!!

Þetta minnir mig nú bara á Dalvík!! snjólagið hérna fyrir utan, bíllinn snjóaður inni enginn skóli í allri kommununni og mannhæðaháir skaflar. Ég og börnin erum bara heima og er verið að horfa á dvd, Addi er sá eini sem hefur farið hérna út úr húsi og í vinnuna. Börnin eru á leiðinni út að kanna brekkurnar og verður það ábyggilega fjör, við Hannah verðum einar hér inni.
Á morgun byrjar mömmuhópurinn og vona ég nú að það verði fært, þeir hafa verið ansi duglegir að riðja en það hefur snjóað svo ansi mikið og blásið að ég er ekki alveg viss um að það verði allt fært í fyrramálið, við eigum að mæta kl. 10 og erum við sjö mömmurnar í hópnum, fjórar stelpur sem eru allar fæddar á bilinu 20-22 desember og þrír strákar, einn er fæddur 12 des, annar 2 jan og þriðji á að fæðast 26 feb. ég hlakka bara til að hitta þessar konur og komast aðeins út að spjalla við einhverja aðra en Adda og börnin, þó að það sé nú ekkert að því. Hejjjjj ég nenni ekki að blogga meira og er ég að hugsa um að gerast sófa kartafla. hej til næst. ;)

2 Comments:

  • má ég fá snjóinn í láni????

    MIG LANGAR LÍKA Í SNJÓ!!!

    By Anonymous Anonymous, At 9:06 AM  

  • Hæ Sófa kartafla:)Bara rétt að kíkja fer aldrei eigimlega á netið lengur alltaf e.h annað að gera:)Annars gott á ykkur ða fá smá snjó heheheheh alltaf snjór hér:(Gaman að sjá að allt gengur vel hjá ykkur.)Kveðja úr snjónum á eyrinni góðu Helga Maren og co...

    By Anonymous Anonymous, At 11:14 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home