Heimur Sollu

Monday, April 10, 2006

Fyrirtæki !!!

Við fórum í heimsókn til Atla og Líse í gær, og var spjallað heilmikið um þetta fyrirtæki sem við erum að hugsa um að demba okkur útí. Lise er mikið búin að pæla í þessu og fer ekki út í neitt nema að vera örugg um að þetta muni ganga, það er komið nafn á þetta fyrirtæki og munum við heita eftir nýju kommununni eða Syddjurs Rengøring. Þau ætluðu að fara að vinna í logoinu og ætlum við svo að hittast um páskana og ákveða framhaldið, það er bæði kvíði og spenningur sem fylgir þessu því ég hef aldrei áður verið minn eiginn herra, en ég er ákveðin að taka þetta með stæl og vinna einsog brjálæðingur í byrjun því seinna sé ég framá að geta slappað meira af og haft aðra í vinnu og grætt á því, hahaha !! ekki amarlegt það. En að öðru, núna er páskafrí hjá krökkunum og er Benedikta í íþróttaskóla eins og í fyrra, mætir kl.9 og er til kl. 15. Alexander er búinn að vera með eitthvað í maganum í nokkra daga, ég held að þetta sé kannski einhver virus. Það er annars bara allt gott af hinu liðinu. Það verður ekki mikið gert um páskana því ég verð að vinna að öllum líkindum flesta dagana, en engu að síður er hægt að hafa það gott og liggja uppí sófa og horfa á dvd. Það er farið að glitta aðeins í vorið, samt soltið kalt ennþá sérstaklega á morgnana, og plágan er vöknuð einnig til lífsins og þá meina ég MAURARNIR !! núna er maður bara með eitrið á lofti að eitra fyrir þessari vá, þar að segja húsið er eitrað allan hringinn að utan svo að þeir komi ekki inn. En annars er þetta bara nóg í bili, og segi ég bara bless til næst.

Monday, April 03, 2006

Ég á bara ekki orð !!

Ég bara sit hér og hristi höfuðið, því hún Solla Maja hefúr bara aldrei vitað um aðra eins frekju og yfirgang. Stelpan sem er yfir mér er hringdi kl. fimm í nótt og spurði hvort ég gæti ekki tekið morgunvinnuna og ég spurði hana afhverju og vitiði hverju hún svaraði!!! það er af því að ég fór svo seint í rúmmið!" HALLÓ ég hef stundum mætt blindfull og ósofin í vinnu ekki samt nýlega(kannski samt ósofin ) þessi stelpa er 22 ára. Ég veit ekki betur en þegar ég var um þrítugt þá fór ég í bekkjarpartí og mætti svo beint í vinnu kl. fjögur um nóttina og var notabene að vinna til sjö um kvöldið. Þetta lísir kannski dönum vel, ég vil samt ekki setja þá alla undir sama hattinn, og takið eftir hún vinnur bara fram að hádegi, svo ég vorkenni henni EKKI NEITT!! ég sagði henni að ég gæti þetta ekki því ég hefði ekki tekið börnin til og svo þarf ég að tala við Andreu því það lendir á henni að fara með Alexander. Mér myndi allavegana aldrei detta svonalagað í hug þetta liti öðruvísi út ef hún hefði verið veik en það var hún ekki. Hvorki ég né Addi gátum sofið það sem eftir var nætur og ég festi ekki blund mest útaf BRÆÐI!! og svo kom samviskubit, SOLLA MAJA HVERS VEGNA GETUR ÞÚ EKKI VERIÐ SAMVISKULAUS SVONA TIL TILBREYTINGAR?!! það er hún sem átti að fá samviskubit, ekki ég. En þetta varð til þess að ég er áhveðin í að stofna hreingerningarfyrirtæki með Líse. Hún hefur verið mikið að pæla í þessu, það getur verið gott uppúr því að hafa, hún sér um rekstrarhliðina og ég sé um stjórnun á hreingerningunni. En að öðru, hafið þið einhverntímann flækt ykkur í buxunum sem þið eruð í og dottið á hausinn?? Það afrekaði ég og gott betur ég datt ekki alveg á hausinn heldur sparkaði svo heiftarlega í grindina fyrir framan kamínuna að min yndislega litlatá brotnaði, svo núna er ég bara í sandölum (ekki gott þegar ég þarf út)og skakklappast einhvernveginn, en það kemur ekki í vegfyrir að ég fari í vinnu ónei!!
Benedikta fór til tannlæknis í gær og var gert við eina tönn, hún var ekki sprautudeifð heldur fékk hún glaðloft, þeir mættu alveg bjóða mér svoleiðis því ég þoli ekki sprutuna. Alexander fer svo til tannlæknis á fimmtudaginn. Ídag er svo myndataka í skólanum, þetta er greinilega á hverju ári hér. Páskarnir eru svo á leiðinni, og hlakkar maður bara til þess við fáum kannski íslenskt nammi sent, namm namm, namm!! Svo vil ég nota tækifærið og óska Jónu systir til hamingju með daginn!!Jæja ég held að ég sé aðeins orðin rólegri, og fari nú bara að slútta þessu í bili, en til næst bæó spæó!!