Fyrirtæki !!!
Við fórum í heimsókn til Atla og Líse í gær, og var spjallað heilmikið um þetta fyrirtæki sem við erum að hugsa um að demba okkur útí. Lise er mikið búin að pæla í þessu og fer ekki út í neitt nema að vera örugg um að þetta muni ganga, það er komið nafn á þetta fyrirtæki og munum við heita eftir nýju kommununni eða Syddjurs Rengøring. Þau ætluðu að fara að vinna í logoinu og ætlum við svo að hittast um páskana og ákveða framhaldið, það er bæði kvíði og spenningur sem fylgir þessu því ég hef aldrei áður verið minn eiginn herra, en ég er ákveðin að taka þetta með stæl og vinna einsog brjálæðingur í byrjun því seinna sé ég framá að geta slappað meira af og haft aðra í vinnu og grætt á því, hahaha !! ekki amarlegt það. En að öðru, núna er páskafrí hjá krökkunum og er Benedikta í íþróttaskóla eins og í fyrra, mætir kl.9 og er til kl. 15. Alexander er búinn að vera með eitthvað í maganum í nokkra daga, ég held að þetta sé kannski einhver virus. Það er annars bara allt gott af hinu liðinu. Það verður ekki mikið gert um páskana því ég verð að vinna að öllum líkindum flesta dagana, en engu að síður er hægt að hafa það gott og liggja uppí sófa og horfa á dvd. Það er farið að glitta aðeins í vorið, samt soltið kalt ennþá sérstaklega á morgnana, og plágan er vöknuð einnig til lífsins og þá meina ég MAURARNIR !! núna er maður bara með eitrið á lofti að eitra fyrir þessari vá, þar að segja húsið er eitrað allan hringinn að utan svo að þeir komi ekki inn. En annars er þetta bara nóg í bili, og segi ég bara bless til næst.
5 Comments:
ohh skemmtilegt að fara útí svona spennandi verkefni :) það á eftir að ganga vel með dugnaðarfork eins og þig í broddi fylkingar
By Anonymous, At 6:47 PM
Ég er nú alveg sammála Önnu =) Þetta verður geðveikt magnað... hehe vonandi komist þið af stað með þetta og að ykkur muni ganga vel =)!!!!!
By Anonymous, At 11:57 AM
Sæl Solla mín,ég segi bara líka gleðilega páska og vonandi gengur þetta upp hjá ykkur með fyrirtækið,það verður magnað ef af því verður..Heilsur til allra og hafið það gott:)Helga Maren
By Anonymous, At 12:17 PM
Miðað við það hvað það ganga mörg fyrirtæki vel í danmörku, með allan þennan hafsjó af úrvals harðduglegu fólki, eða þannig, þá get ég ekki séð annað en að þetta eigi eftir að blómstra. Og hver veit, ef þú getur boðið mannsæmandi laun, þá má alveg skoða það að sækja um vinnu hjá ykkur, svo lengi sem Arnþór hefur nákvæmlega EKKERT um það að segja hvað ég geri þarna. Ég hef ekki mikinn áhuga á að þrífa skólprör með tannbursta, eða jafnvel tönnunum, eins og ég er nokkuð viss um að honum dytti í hug :)
Kveðja,
Hölli.
By Anonymous, At 9:17 AM
Og já, mannsæmandi laun fyrir mann með mína hæfileika væru á bilinu 3-400 danskar á hálftímann :)
Hölli, aftur, þetta átti náttúrulega að fylgja með hinu commentinu.
By Anonymous, At 9:18 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home