Heimur Sollu

Monday, January 31, 2005

Pestir á brott !!

kæri dagur
Hér er ég og skrifa í dagbókina það hefur ekki mikið skeð síðan ég skrifaði síðast.
en það getur verið að ég fari á þorrablót í Trige 26feb að ég held, mig langar að fara og borða þorramat og hitta einhverja íslendinga það gæti verið mjög gaman, og líka bara upplífgandi að gera eithvað annað en vera bara hér heima, og spila mastermind, eða horfa á sjónvarp. mér kannski tekst að draga Adda með mér það er aldrei að vita. Börnin eru öll að koma til, og eru að rífa pestirnar úr sér. það er nú gott, þá kemst allt í samt lag aftur, og lífið heldur áfram. þeir eru allir að koma til danirnir hvað reykingar varðar, frá og með deginum í dag, er bannað að reykja á vinnustaðnum okkar, og í tilefni af því, þá var reykingaól--leikar í gær, og mer skilst að sumir hafi verið ornir annsi fölir. En ég er fegin, nú verður betra loft í húsinu. jæja ég ætla að fara að koma mér í spjarir, ég er sko bara á náttsloppnum, og kiðlingarnir sofandi, best að gera eithvað áður en þeir vakna. bless í bili!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Saturday, January 29, 2005

Afsökun!!!!!!!!!!

Góðan daginn
hér sit ég ein og skrifa, ég fæ svo sjaldan tækifæri til þess, Addi er oftast límdur við tölvuna. Svo hefur hún verið veik, með einkvern vírus. Benedikta og Alexander eru enn veik, Benedikta fær þvílíku hóstaköstin áður en hún fer að sofa að hún ælir, og Alexander er kominn með meðal svo hann rífur þetta vonandi úr sér. það er annars allt gott að frétta af okkur hinum við stöndum upprétt öll þrjú, höfum ekki fengið neinar pestar. Ég vil biðjast velvirðingar á skrifum mínum hér á blogginu ef þær hafa sært einhvern, ég er ekki vön að haga mér eins og fáráður, en stundum hleypur skapið með mig eithvað út í móa, og mér þykir innilega fyrir því. Leigjandinn er að fara úr húsinu núna um mánaðarmótin, og vonandi finnum við annan leigjanda svo við getum verið hér áfram. Adda gengur svo vel í tónlistinni, hann er á fullu að semja lög, með strák, sem heitir Lars og ég segi að þessi lög verði vinsæl. ég verð að fara að hætta núna litli gaur er vaknaður. enn og aftur sorry. og sjáumst síðar bæó !!!!!!!!!!!!!!

Friday, January 28, 2005

pestarfaraldur!!!!

Góða kvöldið!!Hér sit ég og get ekki annað. Alexander er búinn að vera veikur í viku og er nú kominn með lungnabólgu og er með háan hita og Benedikta fór í skólann á mánudaginn og lagðist svo í rúmið. Hún lá allan þriðjudaginn í hálfgerðu móki, en er búin að jafna sig. hún er núna með vírus í augunum, eða þau bæði og hafa þau fengið dropa við þessu sem kostar þrek og tár. Hún verður vonandi orðin góð á mánudaginn, svo hún geti farið í skólann. Þetta er einhver pesti sem leggst eingöngu á börn, og varir lengi. Það eru svo miklar hitabreytingar hér að það er ekki nema von að pestirnar skjóti upp kollinum, en ég vona að þetta fari batnandi, og Alexander nái sér upp úr þessu. bæó í bili. p.s.(ég veit að ég er löt að skrifa en ég hef bara ekki haft tíma)bæ bæ