Heimur Sollu

Saturday, March 07, 2009

nýtt blogg

jæja þá eru jólin búin og sumarið á næsta leiti, já ég hef verið frekar ódugleg við að blogga, enda er eitthvað í heilanum á mér sem segir í sífellu facebook, facebook, og ekki er það spaug, já jólin voru góð Andres, Míra og Isabella voru hér um jól og Rune fjölskylda var hér um áramótin, svo það var mikill glaumur og gleði, sem mér finnst í rauninni að ætti að vera um áramót. Við ákváðum að þó að þau væru flutt í burtu , þá ætluðum við að hittast allavegana einusinni í mánuði, en það eru komnir tveir mánuðir núna og við höfum ekki fundið tíma til að fara upp eftir til þeirra, súrt er það því þau eru höfðingjar heim að sækja.

Alexander hefur verið mikið veikur og sagði læknirinn að hann væri með asma bronkítis, og hefur andardrátturinn verið einsog hjá versta reykingarmanni, hann hefur fengið meðal fyrir asmanum og fékk líka pencilin, en hann veiktist aftur og ég held að pencilinið hafi ekki virkað einsog það átti að gera. en hann er hress núna hóstar bara mikið en vonandi nær hann því úr sér núna þegar fer að hlýna, og jej það er kominn mars og nú fer að hlýna og birta meir og meir, ELSKA ÞAÐ :) vorið er besti tíminn sumarið framundan.

Hannah hefur líka fengið að finna fyrir smá veikindum en samt ekkert í líkingu við Alexander, en það er búinn að vera mikill pestafaraldur hér og oftast höfum við sloppið vel úr því og ekkert hefur bitið á okkur hraustmennunum og var ég búin að segja við eina sem vinnur með mér að ég væri svo heppin með að börnin mín verða næstum aldrei veik og takið eftir ég sagði 7,9,13 á eftir en svo urðu þau veik og veik og veik, það var einsog þetta ætlaði engan endi að taka. en við vonum að þetta sé yfirstaðið.

Hanna ræfillin hefur svo fengið að fara í heimsóknir til nokkra gagmamma og hefur hún ekki verið mjög ánægð með það, og er það nátturlega skiljanlegt að vera bara kastað svona á milli, dagmamman hennar sagði að við ættum að kvarta einsog hinir foreldrarnir gera og hún sagði að þau á skrifstofunni notfærðu sér það af því að við segjum aldrei neitt og henda henni bara þangað þar sem er pláss fyrir hana. en ég veit, ég er ekki mikið fyrir að vera alltaf kvartandi.

Svo er það í vinnunni minni, á miðvikudaginn er ég mætti þá var mér sagt að það væru vandamál með eina sem var nýbyrjuð, og hún vann ekki vinnuna sína væri alltaf úti að reykja, og sú sem var að vinna með henni gæti ekki unnið með henni, EN það ætti að gefa henni séns í tvær vikur og hún ætti að vera í afleisingum og taka minn skóla en ég ætti að fara á deildina sem hún var ráðin á og þið getið rétt trúað því að Sollan varð brjáluð og ég þakka guði fyrir að það voru engir mættir á skrifstofurnar sem ég var að vinna á, því húsgögnin fengu að finna fyrir því, og ég varð sár og reið því ég er ráðin í afleysingar þarna og er ekki alltaf að vinna á sama staðnum. Svo fór ég að tala við eina sem er þarna og hún sagði mér að ég ætti bara að vera róleg því þetta væru bara þessar tvær vikur. og það ætti að reka hana, en ég er ekki alveg að fatta þetta og læt þetta fara verulega í taugarnar á mér. Því þegar maður byrjar þarna er maður á reynslutíma í þrjá mánuðu og það á að vera hægt að reka fólk með litlum sem engum fyrirvara ef það stendur sig ekki. AAARRRRGGGG!!!!

En viti menn sollan sagði að hún vildi ekki missa afleisingarnar og við sem erum í afleisingunum komum til með að skiptast á að vera á þessari deild í einhvern tíma en ég græt skólann því það var æðislegt að enda daginn á honum í rólegheitum.

Ég gleymdi að segja ykkur fyrir þá sem ekki vita að við Míra erum farnar að vinna saman :)

Alexander er búinn að gera þeim í leikskólanum lífið leitt með ærslum og svo var það einn daginn að hann hafði læst sig og nokkur önnur börn inná skrifstofunni og þær urðu ekki glaðar, skiljanlega, og er pabbi hans var að skamma hann og sagði afhverju hann hlýddi ekki þá sagði hann, nátturlega að dönsku" en það gerði ég, ég opnaði hurðina á endanum" (men det gjorde jeg, jeg åbnede døren, til sidst)

Benedikta slapp svo alveg við pestir og finnst henni það súrt að þurfa alltaf að fara í skólann, (hún er einsog pabbi sinn), en hún hefur annarslagið verið illt í maganum, og erum við að fara í eitt skiptið enn til barnalæknis.

þó að það sé ekki eins slæmt og á Íslandi, þá finnum við fyrir þrengingum og að það er allstaðar verið að spara, og fólk er ekki tryggt með sína vinnu, en ég er held ég örugg, þetta er jú sjúkrahús og þeir verða að hafa starfsfólk, en við erum að fara á fund á þriðjudaginn og það er í sambandi við einhverjar breytingar, en við vitum ekki meir um þetta, svo það verður bara að koma í ljós, og vonum við það besta það þýðir ekki að mála skrattann á vegginn alveg strax.

Svona er það nú í stórum dráttum, okkur var boðið í afmæli um síðustu helgi til Daniels þeyrra Stebba og Lenu, þetta var búningaparty og Alex var superman, Hannah var bangsímon, Benna var norn, ég var prinsessa og Addi var töffari. mmmmm þetta var sko ekta íslenskt afmæli með þvílíkum bombunum, vá vildi að ein væri komin núna hingað til mín, hey kannski ég baki bara eina á eftir :Z

Annars hef ég það bara þokkalegt, er með aumar axlir og var í nuddi í gær aaahhh (dejligt) æðislegt en hún sagði að ég væri svo slæm að ég þyrfti allavegana að koma aftur eftir tvær vikur ef ekki oftar svo ég gæti losnað við þetta, en einn tími kostar 300 kr sem er ekki mikið, en mér finnst það alveg nóg, en komon ég reyki ekki og fer aldrey út að skemmta mér svo það er alltílagi þó ég leifi mér eitthvað, og líka ef það varðar heilsuna.

Addi er að byrja að spila meira og er það virkilega gleði efni, og eitt sinn er hann var að spila í Århus var brotist inní bílinn og viti menn það munaði svo litlu að ég færi að hlæja í símann þegar sekuritas maðurinn hringdi í mig og spurði eftir eigandanum af bílnu, því það hefði verið brotist inní hann, þetta er gamall bíll og ekkert girnilegt við hann, ég hélt nefnilega að Addi hefði fengið einhvern vin sinn til að gera at í mér, svo það munaði litlu að ég gerði mig að fífli. Einn í hljómsveitinni hafði nefnilega gleymt tölvu inní bílnum og var það hún sem þeir girntust, ein rúðan var brotin afturí í bílnum og er búið að setja bráðabyrðar rúðu í hann.

jnæja þetta er orðið ágætt og bið ég bara að heilsa ykkur í bili:) Sollan kveður með hækkandi sól!!!! bæó spæó

Wednesday, December 24, 2008

Þá eru það jól

Gleðileg jól allir !!!
og gæfuríkt komandi ár,
þökkum allt gott á liðnu ári
matarboð, og annað þegar við vorum á Íslandi.
og ég vil einnig þakka hlýhug til mín meðan ég var veik, nú er ég loksins farin að sjá fyrir endan á því.
Ég vona að þið hafið það sem best yfir hátíðina.
ætla ekki að hafa þetta lengra, knús og kossar til ykkar allra, Solla og fjölsk.

Friday, December 12, 2008

Allt gott héðan :)

Hæ allir, það er barasta kominn tími á blogg, ég komst í kinni við facebookina og þá kemst ekkert annað að, ég fer á netið og logga mig inna þessa blessuðu bók, ég spurði Adda hvað er eiginlega svona merkilegt við hana, því það var hið ótrúlegasta fólk þar inni svo ég ákvað að prófa og viti menn ég varð algjörlega háð henni skrítið.

já góða fólk, nú get ég farið að sjá fyrir endan á þessum veikindum, er búin að vera meira og minna veik síðan í júlí og missti um tíu kíló. Þau eru svona smátt og smátt að koma til baka sem er gott því ég leit út einsog gömul kona. fór í aðgerð
26. november það sem restin af undirlífinu var fjarlægt ásamt fitu og botnlanganum. Aðgerðin tók á þriðja tíma og kveið ég þessu alveg gífurlega þar sem traustið á læknum var ekki mikið eftir fyrstu aðgerðina en þær urðu þrjár allt í allt. þetta gekk hinsvegar einsog í sögu og varð ég fljótlega hress er heima núna og fer að vinna eftir áramót, Ég fór á þriðjudaginn og fékk niðurstöðuna úr ræktuninni og það fannst ekkert illt í því og sagði læknirinn að þeir hefðu fjarlægt það illa í fyrstu aðgerðinni, en nú þarf ég að mæta reglulega í eftirlit sem er bara af því góða og á að mæta aftur eftir fjóra mánuði.

Núna get ég bara glaðst og hlakkað gífurlega til jólanna þar sem Andrés, Míra og Isabella verða hér og ég ætla að hafa börnin í fríi yfir öll jólin, svo það verður mjög huggulegt. það eina er að ég sakna alveg gífurlega elstu barnanna þriggja og ég myndi nú alveg vilja hafa þau hér líka, ég var nefnilega að hlusta á lagið kondu um jólin og þá komu tárin fram í augun(smá væmið)en svona er þetta bara, Addi segir að ég sé einsog andamamma, vil hafa börnin eins nálægt og hægt er.

í morgun fór ég með Benediktu í skólann þar sem hún tók þátt í sankta Lucia. það var mjög flott og hátíðlegt, þau voru í hvítum kuflum og héldu á kertum.

í dag kl. 15. er mér boðið í jólaglögg og eplaskífur, hjá Gitte hönnuh dagmömmu.

Alexander er veikur með ljótan hósta og andar mjög þungt, við ákváðum bara að hafa hann heima svo hann geti jafnað sig.

Það er svo kominn nýr fjölskyldumeðlimur og er það lítil tólfvikna læða og hefur hún fengið nafnið Mis, Hannah varð alveg rosalega hrifin og vék ekki frá henni þegar hún sá hana. Alexander lét ekki eins mikla ánægju í ljós.

Hannah á afmæli þann 21. og verður hún tveggja ára, ætlum við að hafa smá kaffi á afmælisdaginn fyrir vini og kunningja og hún kemur til með að halda uppá daginn hjá dagmömmunni næstkomandi föstudag.

Ætla ég ekki að hafa þetta mikið lengra að sinni, hafið það gott elskurnar, bæó spæó Solla síkáta

Wednesday, November 05, 2008

aðgerð

jæja nu er komin timi á aðgerðina og á ég að mæta á þriðjudaginn 25 november og aðgerðin verður gerð 26 november. Ég var hjá lækninum í dag, og var ég skönnuð og kom þá í ljós að ég hefði þrjár blöðrur á eggjastokknum, og eggjastokkurinn væri þrefalt til fjórfalt stærri an hann á að vera svo hún sagði bara að hún vildi gera þetta sem allra fyrst. þá er það bara laufabrauðsgerð, bakstur og jólahreyngerning núna næstu þrjár vikurnar, því ég má ekkert gera í tvær vikur eftir aðgerðina, og svo er bara að vona að ekkert alvarlegt komi út úr ræktuninni, því þetta verður allt sent í ræktun. Ég er svolítið döpur þessa stundina, og auðvitað sollu hátturinn á að mála skrattann á vegginn, en vildi bara láta ykkur vita.

En til annarra og gleðilegra frétta Hannah kom í morgun og sagði mamma tisse, sem þýðir mamma pissa og þetta er í fyrsta skiptið sem hún segir til þegar hún þarf á koppinn, gleðilegt finnst ykkur ekki? það finnst mér allavegana.Fljótlega bæbæ bleia.
svo á þriðjudaginn á Alexander afmæli og veit ekki alveg hvenær við höldum uppá það, en það verður fljótlega, og er hann búinn að fá hjól frá okkur í afmælisgjöf.
við Benedikta fórum stelpnatúr til Århus og keyptum við jólagjafir sem við svo sendum heim á klakann með Snæþór, við hittum Andres og Míru og fórum með þeim á veitingahús og fengum okkur að borða og var þetta mjög huggulegt.
Alexander sagði líka svolítið í gær sem ætti að gleðja þau, þegar hann kom af leikskólanum spurði hann pabba sinn hvort Andres og Míra væru hjá okkur og pabbi sagði nei afhverju spyrðu, bara því mig langaði að sjá þau, þau væru það besta í allri veröldinni, svo nú hafiði það :)
við erum avo nýstaðin uppúr veikindum Alexander lenti þó verst í því og kastaði bara öllu upp sama hvað hann lét ofanísig Hannah ældi svo aðfaranótt mánudags, svo ég var heima, einsgott því ég varð svo hálfslöpp að deginum og lá bara einsog skata og svo kom Addi heim veikur, svo það var næstum öll fjölskyldan heima.
jæja ég vona bara að allt fari vel með aðgerðina og allt það, jú auðvitað fer allt vel maður á að hugsa svoleiðis, vonandi hugsiði til mín.
sollan kveður í bili með sól í hjarta, þó að hún skíni ekki úti í aunablikinu.

bæó spæó

Saturday, October 25, 2008

ditten og datten

er ekki máltilkomið að blogga aðeins? jú ég held það nú í morgun lagði Snæþór af stað í áttina að norrænu, það er mikill söknuður og eftirsjá í þeim skötuhjúum því ég var viss um að þau yrðu hér um jólin, en svona er það nú, ég var að tala við Snæþór og er hann kominn uppeftir og bíður nú í röð eftir að komast um borð, hann var nú ansi snöggur að keyra þetta einungis tveir tímar. Ég sendi hann með nokkra jólapakka, hefði kannski bara átt að senda peninga, en hvað um það jeg savner jer
:0(

það er annars allt gott af mér að frétta er öll að braggast og hef fengið um tvö kg. aftur, þannig að þetta er allt á réttri leið Benni kom líka hér um síðustu mánaðarmót og hann færði mér vitamín og ég hef aldrei verið eins orkumikil og ég er nú, enda veitir ekki af þar sem ég hef í nógu að snúast, hef t.d. tekið alla eldhúsinnréttinguna í gegn og verið í garðinum enda hef ég ekkert getað gert þar síðan um miðjan júlí, ég er líka farin að vinna aftur á fullu og er það bara fínt. Ég fer svo í viðtal í byrjun november, og þá kemur í ljós hvenær ég verð skorin upp það verður annaðhvort í november eða strax eftir jól.

við erum að venja Hönnu af bleiunni og gengur það svona upp og ofan, það vantar enn að hún segi sjálf til þegar hún þarf á klósettið en er mjög dugleg þegar hún er sett á koppinn og hefur hún gert báðar þarfirnar í hann. Benedikta er í kirkjukórnum og singur hún við margar messur, og verður ein fj0lskylduguðsþjónusta núna næstkomsndi þriðjudag um kvöldið, sem móðirin og sistkynin ætla að mæta á. Litli karlinn okkar er svo að fara í skóla næsta haust, það sem tíminn líður og hann var bara tíu mánaða þegar við fluttum hingað, hann var um daginn upp í skóla að hlaupa með skólanum það er vani hér að krakkarnir hlaupi eithvað visst marga km. eftir aldri daginn fyrir haustfríið, og hann hljóp 6. km. og Benedikta hljóp 13. km. Svo er tíminn að breytast á morgun og við getum sofið einum klukkutíma lengur jibbý!!!!

Þó að krakkarnir komi ekki frá Íslandi um jólin, verðum við ekki alveg ein í kotinu á aðfangadag koma Andres, Míra og Ísabella og ætla að eyða kvöldinu með okkur og verður það örugglega kósý að fá þau hingað og skemmtilegt. Mig er bara farið að hlakka til, enda er ég svo mikið jólabarn í mér og byrja jólaundirbúninginn snemma og reyni svo að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum. og slappa af í desember ef ég fer í aðgerðina fyrir jól verð ég að vera búin að gera laufabrauðið áður en það verður.

ég er svo fegin að við búum hér en ekki á Íslandi núna í augnablikinu, ég hef mína dýpstu samúð með ykkur Íslendingar, ástandið lagast vonandi bráðum þó að það sé erfitt að sjá það og flestallir danir eru mjög áhyggjufullir og þeir sem við þekkjum eru alltaf að spyrja um hvernig þetta sé þarna og þeir eru mjög áhyggjufullir.

jæja góða fólk við biðjum bara að heilsa og hafið það gott ses senere.
sollan kveður í bili bæó spæó

Monday, September 08, 2008

okidoki

jæja, það er langt síðan ég hef skrifað nokkuð hér, enda held ég stundum að þetta sé bara fyrir mig sem ég er að blogga. En svo er nú mál með vexti að ég er búin að vera meira og minna veik síðan um miðjan júlí. var skorin upp og var hreinlega eiðilögð vil ég meina, (ég fékk lífhimnubólgu) ég er svo horuð að ég líkist einni frá fátækulöndunum, átti að fara í uppskurð fyrir tvem vikum en fékk snert af lungnabólgu svo ég lá inni á spítalanum með þetta ógeðslega meðal(pencilin) sem er búið að gjör eyðileggja mig, og varð ég enn veikari en síðast, ég gat ekki talað þá þurfti ég að kasta upp, nú er ég heima að reyna að safna kröftum fyrir aðra aðgerð og er ég virkilega orðin þunglind, þvi ég veit að þeir ætla að láta mig á pencilin á eftir aðgerðina í öriggisskini og mér verður flökurt. Ég er að reina að vera bjartsýn en það er svo erfitt, það eru margir sem hringja og eru að stappa í mig stálinu og er ég mjög þakklát fyrir það. ég fékk jurtate sem vinur okkar hafði, pabbi hans er læknir í afríku og notar þetta mikið við lækningar og er ég að reyna að fá lag á magan, hann er búin að vera í ólagi síðan í júlí. það væri gott að fá ábendingar um gott fæðubótarefni, ég vil nefnilega gera allt til að fá lukkið til baka.

Annars gengur allt sinn vanagang hér allir aðrir eru hressir. Benedikta fór með vinkonu sinni í djurssommerland í gær og Addi fór líka með Alexander því hann nefnilega elskar djurssommerland einsog hann sagði í gær, þetta eru síðustu dagarnir sem er opið. það verður opið á laugardaginn næsta í síðasta sinn og er ég kannski að hugsa um að fara ef ég er betri í maganum.

Hannah Christina er farin að tala dáltið mikið og apar eftir því sem er sagt. Amma hennar var hér um daginn og hún apaði eftir henni þegar hún var að kalla á pabba hennar, Arnþór!! þá sagði litla skottið arndó!! og kallaði hann svo óspart arndó með ekki svo miklum fögnuði föður hennar.Við erum að reyna að fara að venja hana af bleiunni, og hefur hún pissað tvisvar í koppinn, dugleg en mætti samt vera duglegri.

ég hef bara svo lítið að segja það gerist ekkert hér við förum ekkert, ég læt mér leiðast hér á daginn því ég hef ekki mikla orku til að gera nokkuð og svo koma börnin heim og er ég fegnust þegar þau fara í háttinn því það litla sem ég hef er uppurið.

þetta er mjög upplífgandi blogg verð ég að segja en það verður bara að hafa það. ég er ekki mjög upplífgandi persóna allavegana í augnablikinu.

ég vil bara þakka Hönnu fyrir hjálpina þetta var alveg ómetanleg hjálp, nú er bara að sjá hvernig fer í kringum hina aðgerðina.

bið að heilsa í bili kv. Sollan

Tuesday, August 19, 2008

The live goes on

jæja, nú er ég að verða ansi góð eftir hremmingarnar og byrjaði að vinna í síðustu viku, part úr degi fyrsta vikan var frá 6,30-10,00, og þessa viku er ég að vinna til 11,00, átti svona smámsaman að auka vinnuna, en í næstu viku fer ég aftur undir hnífinn, og verður þá fjarlægt móðurlífið, eggjastokkurinn, botnlanginn og fita sem er innan á maganum, því það fundust cellu breytingar í blöðrunni sem var fjarlægð, svo þetta er svona fyrirbyggjandi aðgerð, svo ég fái ekki krabba seinna á lífsleiðinni.

það er allt annað gott að frétta héðan, Kristófer farinn heim til Islands, og hans er sárt saknað sérstaklega af húsmóðurinni sem naut hans hjálp í ýmsum heimilisverkum. En annars er Hanna að koma út á föstudaginn og ætlar að hjálpa til á meðan ég verð á sjúkrahúsinu og eftir að ég kem heim, þúsund þakkir fyrir það mér léttir stórlega. Ég hef nefnilega ekki verið til stórræðanna undanfarið og finnst mér ég hálfgerður aumingi, að geta ekki tekið til hendinni heima hjá mér, en ég reyni þó að halda húsinu þokkalegu, og svo hefur Addi verið ansi duglegur við heimilisstörfin. Við reynum líka að virkja Benediktu í að hjálpa og hún getur verið dugleg ef á það reynir.

Hannah Christina er farin að gera sig alltaf meira og meira skiljanlega og hefur maður bara gaman af henni hún gefur sko lífinu lit einginn fílupoki þar á ferð og á það nú eiginlega líka við um Alexander, nema hvað hann hlusta eingöngu á það sem hann vill heyra og þykist stundum vera heyrnarlaus, þvi ef maður segir nei við hann gerir hann það bara samt. Hann er orðinn ógurlega flinkur að hjóla og er gaman að fylgjast með þegar hann gerir hinar ýmsu kúnstir, ég viðurkenni það samt að ég er með hjartað í br. hann er nefnilega svolítill glanni. Hannah er líka oft að glannast og er prílandi upp í stólinn sinn og uppá eldhúsborð.

Alexander gerði tilraun til að gista með leikskólanum í leifimisal skólans, en það var hringt seint um kvöldið, því lítill ungur maður saknaði mömmu sinnar, svo ekki varð mikið úr því.

annars hefur lítið verið brallað hér, þar sem sumarfríið fór í veikindi mín en við fórum nokkrum sinnum í Djurssommerland og í dýragarð og svo fóru krakkarnir með pabba sínum í Randersregnskov, því það passaði svo vel að heimsækja mig og fara svo í regnskóginn. mig langar nú eiginlega að skreppa með krökkunum núna um helgina,því ég hafði lofað Alex það að við færum áður en það lokaði, þetta er eiginlega eini tíminn sem ég get farið.

En annars komu Andrea og Benni hér í heimsókn og voru hér í ellefu daga og var gaman að fá þau. og brenndu þau sig illa á sólinni enda voru þau afar heppin með veður.
ég er búin að sétja myndir inn á allar síður barnanna og væri mjög gaman ef þið vilduð kvitta fyrir ykkur ef þið farið þar inn, takk fyrir.

Nú ætla ég að sétja tærnar uppí loft þar til ég þarf að ná í börnin.
bless í bili, til þeirra fáu sem lesa þetta blogg, bæjó spæjó