Heimur Sollu

Saturday, March 07, 2009

nýtt blogg

jæja þá eru jólin búin og sumarið á næsta leiti, já ég hef verið frekar ódugleg við að blogga, enda er eitthvað í heilanum á mér sem segir í sífellu facebook, facebook, og ekki er það spaug, já jólin voru góð Andres, Míra og Isabella voru hér um jól og Rune fjölskylda var hér um áramótin, svo það var mikill glaumur og gleði, sem mér finnst í rauninni að ætti að vera um áramót. Við ákváðum að þó að þau væru flutt í burtu , þá ætluðum við að hittast allavegana einusinni í mánuði, en það eru komnir tveir mánuðir núna og við höfum ekki fundið tíma til að fara upp eftir til þeirra, súrt er það því þau eru höfðingjar heim að sækja.

Alexander hefur verið mikið veikur og sagði læknirinn að hann væri með asma bronkítis, og hefur andardrátturinn verið einsog hjá versta reykingarmanni, hann hefur fengið meðal fyrir asmanum og fékk líka pencilin, en hann veiktist aftur og ég held að pencilinið hafi ekki virkað einsog það átti að gera. en hann er hress núna hóstar bara mikið en vonandi nær hann því úr sér núna þegar fer að hlýna, og jej það er kominn mars og nú fer að hlýna og birta meir og meir, ELSKA ÞAÐ :) vorið er besti tíminn sumarið framundan.

Hannah hefur líka fengið að finna fyrir smá veikindum en samt ekkert í líkingu við Alexander, en það er búinn að vera mikill pestafaraldur hér og oftast höfum við sloppið vel úr því og ekkert hefur bitið á okkur hraustmennunum og var ég búin að segja við eina sem vinnur með mér að ég væri svo heppin með að börnin mín verða næstum aldrei veik og takið eftir ég sagði 7,9,13 á eftir en svo urðu þau veik og veik og veik, það var einsog þetta ætlaði engan endi að taka. en við vonum að þetta sé yfirstaðið.

Hanna ræfillin hefur svo fengið að fara í heimsóknir til nokkra gagmamma og hefur hún ekki verið mjög ánægð með það, og er það nátturlega skiljanlegt að vera bara kastað svona á milli, dagmamman hennar sagði að við ættum að kvarta einsog hinir foreldrarnir gera og hún sagði að þau á skrifstofunni notfærðu sér það af því að við segjum aldrei neitt og henda henni bara þangað þar sem er pláss fyrir hana. en ég veit, ég er ekki mikið fyrir að vera alltaf kvartandi.

Svo er það í vinnunni minni, á miðvikudaginn er ég mætti þá var mér sagt að það væru vandamál með eina sem var nýbyrjuð, og hún vann ekki vinnuna sína væri alltaf úti að reykja, og sú sem var að vinna með henni gæti ekki unnið með henni, EN það ætti að gefa henni séns í tvær vikur og hún ætti að vera í afleisingum og taka minn skóla en ég ætti að fara á deildina sem hún var ráðin á og þið getið rétt trúað því að Sollan varð brjáluð og ég þakka guði fyrir að það voru engir mættir á skrifstofurnar sem ég var að vinna á, því húsgögnin fengu að finna fyrir því, og ég varð sár og reið því ég er ráðin í afleysingar þarna og er ekki alltaf að vinna á sama staðnum. Svo fór ég að tala við eina sem er þarna og hún sagði mér að ég ætti bara að vera róleg því þetta væru bara þessar tvær vikur. og það ætti að reka hana, en ég er ekki alveg að fatta þetta og læt þetta fara verulega í taugarnar á mér. Því þegar maður byrjar þarna er maður á reynslutíma í þrjá mánuðu og það á að vera hægt að reka fólk með litlum sem engum fyrirvara ef það stendur sig ekki. AAARRRRGGGG!!!!

En viti menn sollan sagði að hún vildi ekki missa afleisingarnar og við sem erum í afleisingunum komum til með að skiptast á að vera á þessari deild í einhvern tíma en ég græt skólann því það var æðislegt að enda daginn á honum í rólegheitum.

Ég gleymdi að segja ykkur fyrir þá sem ekki vita að við Míra erum farnar að vinna saman :)

Alexander er búinn að gera þeim í leikskólanum lífið leitt með ærslum og svo var það einn daginn að hann hafði læst sig og nokkur önnur börn inná skrifstofunni og þær urðu ekki glaðar, skiljanlega, og er pabbi hans var að skamma hann og sagði afhverju hann hlýddi ekki þá sagði hann, nátturlega að dönsku" en það gerði ég, ég opnaði hurðina á endanum" (men det gjorde jeg, jeg åbnede døren, til sidst)

Benedikta slapp svo alveg við pestir og finnst henni það súrt að þurfa alltaf að fara í skólann, (hún er einsog pabbi sinn), en hún hefur annarslagið verið illt í maganum, og erum við að fara í eitt skiptið enn til barnalæknis.

þó að það sé ekki eins slæmt og á Íslandi, þá finnum við fyrir þrengingum og að það er allstaðar verið að spara, og fólk er ekki tryggt með sína vinnu, en ég er held ég örugg, þetta er jú sjúkrahús og þeir verða að hafa starfsfólk, en við erum að fara á fund á þriðjudaginn og það er í sambandi við einhverjar breytingar, en við vitum ekki meir um þetta, svo það verður bara að koma í ljós, og vonum við það besta það þýðir ekki að mála skrattann á vegginn alveg strax.

Svona er það nú í stórum dráttum, okkur var boðið í afmæli um síðustu helgi til Daniels þeyrra Stebba og Lenu, þetta var búningaparty og Alex var superman, Hannah var bangsímon, Benna var norn, ég var prinsessa og Addi var töffari. mmmmm þetta var sko ekta íslenskt afmæli með þvílíkum bombunum, vá vildi að ein væri komin núna hingað til mín, hey kannski ég baki bara eina á eftir :Z

Annars hef ég það bara þokkalegt, er með aumar axlir og var í nuddi í gær aaahhh (dejligt) æðislegt en hún sagði að ég væri svo slæm að ég þyrfti allavegana að koma aftur eftir tvær vikur ef ekki oftar svo ég gæti losnað við þetta, en einn tími kostar 300 kr sem er ekki mikið, en mér finnst það alveg nóg, en komon ég reyki ekki og fer aldrey út að skemmta mér svo það er alltílagi þó ég leifi mér eitthvað, og líka ef það varðar heilsuna.

Addi er að byrja að spila meira og er það virkilega gleði efni, og eitt sinn er hann var að spila í Århus var brotist inní bílinn og viti menn það munaði svo litlu að ég færi að hlæja í símann þegar sekuritas maðurinn hringdi í mig og spurði eftir eigandanum af bílnu, því það hefði verið brotist inní hann, þetta er gamall bíll og ekkert girnilegt við hann, ég hélt nefnilega að Addi hefði fengið einhvern vin sinn til að gera at í mér, svo það munaði litlu að ég gerði mig að fífli. Einn í hljómsveitinni hafði nefnilega gleymt tölvu inní bílnum og var það hún sem þeir girntust, ein rúðan var brotin afturí í bílnum og er búið að setja bráðabyrðar rúðu í hann.

jnæja þetta er orðið ágætt og bið ég bara að heilsa ykkur í bili:) Sollan kveður með hækkandi sól!!!! bæó spæó