Heimur Sollu

Wednesday, November 05, 2008

aðgerð

jæja nu er komin timi á aðgerðina og á ég að mæta á þriðjudaginn 25 november og aðgerðin verður gerð 26 november. Ég var hjá lækninum í dag, og var ég skönnuð og kom þá í ljós að ég hefði þrjár blöðrur á eggjastokknum, og eggjastokkurinn væri þrefalt til fjórfalt stærri an hann á að vera svo hún sagði bara að hún vildi gera þetta sem allra fyrst. þá er það bara laufabrauðsgerð, bakstur og jólahreyngerning núna næstu þrjár vikurnar, því ég má ekkert gera í tvær vikur eftir aðgerðina, og svo er bara að vona að ekkert alvarlegt komi út úr ræktuninni, því þetta verður allt sent í ræktun. Ég er svolítið döpur þessa stundina, og auðvitað sollu hátturinn á að mála skrattann á vegginn, en vildi bara láta ykkur vita.

En til annarra og gleðilegra frétta Hannah kom í morgun og sagði mamma tisse, sem þýðir mamma pissa og þetta er í fyrsta skiptið sem hún segir til þegar hún þarf á koppinn, gleðilegt finnst ykkur ekki? það finnst mér allavegana.Fljótlega bæbæ bleia.
svo á þriðjudaginn á Alexander afmæli og veit ekki alveg hvenær við höldum uppá það, en það verður fljótlega, og er hann búinn að fá hjól frá okkur í afmælisgjöf.
við Benedikta fórum stelpnatúr til Århus og keyptum við jólagjafir sem við svo sendum heim á klakann með Snæþór, við hittum Andres og Míru og fórum með þeim á veitingahús og fengum okkur að borða og var þetta mjög huggulegt.
Alexander sagði líka svolítið í gær sem ætti að gleðja þau, þegar hann kom af leikskólanum spurði hann pabba sinn hvort Andres og Míra væru hjá okkur og pabbi sagði nei afhverju spyrðu, bara því mig langaði að sjá þau, þau væru það besta í allri veröldinni, svo nú hafiði það :)
við erum avo nýstaðin uppúr veikindum Alexander lenti þó verst í því og kastaði bara öllu upp sama hvað hann lét ofanísig Hannah ældi svo aðfaranótt mánudags, svo ég var heima, einsgott því ég varð svo hálfslöpp að deginum og lá bara einsog skata og svo kom Addi heim veikur, svo það var næstum öll fjölskyldan heima.
jæja ég vona bara að allt fari vel með aðgerðina og allt það, jú auðvitað fer allt vel maður á að hugsa svoleiðis, vonandi hugsiði til mín.
sollan kveður í bili með sól í hjarta, þó að hún skíni ekki úti í aunablikinu.

bæó spæó