Hæ allir, það er barasta kominn tími á blogg, ég komst í kinni við facebookina og þá kemst ekkert annað að, ég fer á netið og logga mig inna þessa blessuðu bók, ég spurði Adda hvað er eiginlega svona merkilegt við hana, því það var hið ótrúlegasta fólk þar inni svo ég ákvað að prófa og viti menn ég varð algjörlega háð henni skrítið.
já góða fólk, nú get ég farið að sjá fyrir endan á þessum veikindum, er búin að vera meira og minna veik síðan í júlí og missti um tíu kíló. Þau eru svona smátt og smátt að koma til baka sem er gott því ég leit út einsog gömul kona. fór í aðgerð
26. november það sem restin af undirlífinu var fjarlægt ásamt fitu og botnlanganum. Aðgerðin tók á þriðja tíma og kveið ég þessu alveg gífurlega þar sem traustið á læknum var ekki mikið eftir fyrstu aðgerðina en þær urðu þrjár allt í allt. þetta gekk hinsvegar einsog í sögu og varð ég fljótlega hress er heima núna og fer að vinna eftir áramót, Ég fór á þriðjudaginn og fékk niðurstöðuna úr ræktuninni og það fannst ekkert illt í því og sagði læknirinn að þeir hefðu fjarlægt það illa í fyrstu aðgerðinni, en nú þarf ég að mæta reglulega í eftirlit sem er bara af því góða og á að mæta aftur eftir fjóra mánuði.
Núna get ég bara glaðst og hlakkað gífurlega til jólanna þar sem Andrés, Míra og Isabella verða hér og ég ætla að hafa börnin í fríi yfir öll jólin, svo það verður mjög huggulegt. það eina er að ég sakna alveg gífurlega elstu barnanna þriggja og ég myndi nú alveg vilja hafa þau hér líka, ég var nefnilega að hlusta á lagið kondu um jólin og þá komu tárin fram í augun(smá væmið)en svona er þetta bara, Addi segir að ég sé einsog andamamma, vil hafa börnin eins nálægt og hægt er.
í morgun fór ég með Benediktu í skólann þar sem hún tók þátt í sankta Lucia. það var mjög flott og hátíðlegt, þau voru í hvítum kuflum og héldu á kertum.
í dag kl. 15. er mér boðið í jólaglögg og eplaskífur, hjá Gitte hönnuh dagmömmu.
Alexander er veikur með ljótan hósta og andar mjög þungt, við ákváðum bara að hafa hann heima svo hann geti jafnað sig.
Það er svo kominn nýr fjölskyldumeðlimur og er það lítil tólfvikna læða og hefur hún fengið nafnið Mis, Hannah varð alveg rosalega hrifin og vék ekki frá henni þegar hún sá hana. Alexander lét ekki eins mikla ánægju í ljós.
Hannah á afmæli þann 21. og verður hún tveggja ára, ætlum við að hafa smá kaffi á afmælisdaginn fyrir vini og kunningja og hún kemur til með að halda uppá daginn hjá dagmömmunni næstkomandi föstudag.
Ætla ég ekki að hafa þetta mikið lengra að sinni, hafið það gott elskurnar, bæó spæó Solla síkáta