Veikindi
ég fékk helgarleifi af sjúkrahúsinu, eins og kannski einhverjir vita fór ég í uppskurð því ég hafði blöðru á einum eggjastokknum og hún var fjalægð ásamt stokknum, og svo átti allt að vera gott en þegar ég kom heim eftir aðgerðina sem var daginn eftir, leið mér alltaf ver og ver og var það útaf lofti sem var dælt í mig meðan á aðgerinni stóð. ég gat ekkert sofið um nóttina og var eini staðurinn sem ég gat verið á var að sitja við elhúsborðið, og var ég þar næstum alla nóttina án svefns, morguninn eftir hringdi ég í læknirinn og hann vildi fá mig samstundis og hann var ekki lengi að skoða mig, hann taldi að ég væri með blóðtappa í lunga, og við það að heyra orðið blóðtappi fór mig að svima svo ég hallaði mér uppað Adda. Læknirinn hringdi svo á sjúkrabíl og ég var keyrð uppa randerssjúkrahús. það var tekið blóð og læknirinn sagði að af þeim að dæma væri ég frekar með lungnabólgu. Sýklatalan var yfir 5000, en á bara að vera um 100. nú hófust hinar ýmsu rannsóknir og fékk ég strax sýklalif í æð og saltvatn því matarlöngunin fór alveg ég gat ekki einusinni drukkið vatn, hitinn var líka mjög hár. á mánudaginn síðasta kom læknir til min og sagðist ætla að skoða mig og fór ég í sónar, þar kom fram að ég hafði vökva í maganum sem átti ekki að vera þar, hann sagði að ég þyrfti í skönnun og kom í ljós að það var eitthvað þarna og læknirinn sagði að ég ætti að fara í uppskurð um kvöldið og var það um kl. 9 mér leið vel eftir uppskurðinn og hélt ég að nú væri ég í góðustandi. Það sem var fjarlægt var vökvi úr blöðrunni, ég fékk verkjalif í gegnum hrygginn, ég var ógurleg slöpp eftir þennann umgang en á miðvikudaginn eftir aðgerð leið mér aðeins betur en ógleðin kvarf ekki og var ég bara á salt og sykurvatni í æð svo þið getið rétt ýmindað ykkur hvernig ég lít út. Ég varð líka allltaf daprari og daprari og spurði eina hjúkkuna hvenær ég mætti eiginlega fara heim og hvenær ég lostnaði eiginlega við þetta ógeðslega lyf, en þessi engill sagðist ætla að athuga málið og kom svo á föstudaginn til mín og sagði að ég fengi að fara heim yfir helgina og hún lét mig hafa meðul með sem ég tek þrisvar á dag, en ég á að koma aftur í blóðprufu á mánudagsmorgun. Svo er bara að sjá hvað kemur útúr henni, fæ ég að fara heim aftur eða verð ég lögð inn það er spurningin. ég er óskaplega þróttlaus og verð að leggja mig á hverjum klukkutíma, ég er líka byrjuð að borða reglulega, ekki mikið í einu en það kemur. Ég vil svo þakka öllum þeim sem hringdu hérna reglulega útaf mér, maður sér hvað maður á marga að þegar eitthvað bjátar á ég fæ tárin í augun takk takk takk mín kæra fjölskylda. þette blogg er aðalega tileinkað mer og nú verð ég að fara að leggja mig, skrifa fréttir héðan seinna bless í bili.