Heima á ný, ferðasaga
jæja þá erum við komin heim, ferðin gekk vel, þegar átti að fara til Íslands, vöknuðum við um kl.4 um nóttina, því við áttum að vera mætt í lestina rétt fyrir 6, lestarferðin tók um fjóra og hálfan tíma og vorum við með ferða dvd með sem börnin horfðu á og Hannah svaf langleiðina til flugvallarins, þegar við tékkuðum okkur inn voru færiböndin biluð svo við þurftum að bíða þónokkurn tíma, en svo gékk þetta einsog í sögu, ekkert var tekið af okkur þegar við gengum í gegnum tollinn, enda passaði ég mig á að hafa ekkert krem eða í fljótandi formi í handfarangrinum. Allt snyrtidótið var í töskunum. Krökkunum fannst þetta mjög spennandi ferðalag, þetta var í rauninni önnur flugferð Alexanders en hann var svo lítill þegar hann flaug fyrst að hann man ekki eftir því, hann sat út við gluggann, það var gaman að sjá hvað allt var stórfenglegt í hans augum. Hannah svaf líka mestalla flugferðina svo það er ekki hægt að segja annað en að hún sé þægileg að ferðast með. Flugvélin var ekki hálf, og við fengum góða þjónustu, ekki er hægt að segja annað.Það tók múgur og margmenni á móti okkur, mér leið bara eins og drottningu.
Fyrst fórum við í sveitina(Dæli), til að hvíla okkur því það var stór dagur daginn eftir,nefnilega brúðkaup þeyrra Önnu og Gunna. Þetta var mög góður dagur nema hvað að það var mikil þreyta í yngstu ferðalöngunum (Hönnuh og Isabellu) og þær voru mjög órólegar í kirkjunni, enda sofnaði Hannah fljótlega þegar við komum á rima þar sem veislan var haldin og vaknaði ekki fyrr en morguninn eftir.Daginn eftir var okkur svo boðið á möðruvelli í afganga og Anna og Gunni tóku upp gjafirnar.TAKK FYRIR OKKUR!!
Sunnudagurinn fór mikið í afslöppun og við fórum í heimsókn til Önnu Siggu, við héldum nefnilega að hún færi fljótlega utan en það hafði svo breyst.Frystihúsið var heimsótt, Addi skoðaði húsið með Kobba, en ég fór upp í kaffistofuna og sat á spjalli með Krillu á meðan, við kíktum svo í kaffi til hennar á eftir.
Svo fóru dagarnir í heimsóknir til ættingjanna,19. mai átti ég svo afmæli og var eldað eitt af uppáhaldinu mínu og það var hangikjöt, mmmm, og ég fékk líka nokkrar gjafir heppin ÉG. Okkur var boðið í mat til Nonna og Dóru, og var það annað af uppáhaldinu lambalæri, með mörgu gotteríi með mmm og krakkarnir fengu ís og við fengum ekta súkkulaðitertu og kaffi á eftir, við fórum til Krillu í fisk og er ekki oft sem við fáum svoleiðis gotterí, því fiskurinn hér er ekki svo góður.
okkur var líka boðið til Önnu og Gunna og fengum við þar léttreiktan lambahrygg og kjúklingalæri með ýmsu meðlæti, og desert og royal búðing (uppáhald Benediktu)og svo var drukkið örlítið rauðvín með matnum. Jóna bauð okkur í bjúgu og meðlæti daginn áður en við áttum að fara heim, hún var á tenerife og við gátum samt rétt náð að kíkja á hana.
Svo fórum við nokkrum sinnum í garðshornið til að kíkja á dótið okkar sem var þar í geymslu og var hent alveg heilum haug og annað var sett í kassa og sett aftur inn í hlöðuna. Benedikta fór líka oft í heimsókn til gamallar vinkonu sinnar hennar Ólöfu Maríu, og fóru þær nokkrum sinnum í sund, Benedikta kinntist líka frænku sinni henni Guðbjörgu Viðju og léku þær sér smávegis saman, Alexander og Daniel náðu líka vel saman enda báðir sveitamenn, með áhuga á hinum ýmsu tækjum.
Við tókum líka familíuna með í myndartöku, og var tekin mynd af Hönnuh því það vantar mynd af henni uppá vegginn og svo var líka systkina myndartaka og af allri fjölskyldunni.
Ef við vorum ekki í heimsóknum þá fór tíminn bara í afslöppun í Dæli og krakkarnir upplifðu það að sjá lömbin fæðast og svo voru líka kálfar að fæðast og Arnþór fór stundum útí fjós að moka flórinn, ég er nú svo mikil sveitamanneskja að ég fór einu sinni út í fjós að sjá hvernig tækninni hefur fleigt fram með robot og ég sá hvernig þetta fyrirbæri virkar, ef eitthvað er að þá hringjir robotinn heim og fyrst eftir að ég var komin svaraði ég í símann og skildi ekker í því að það vildi einginn tala við mig og sagði bara hallo halló og svo kom seint og um síðir mjaltastöðin með furðulegum róm og ég leit bara á Hönnu og sagði hvað var nú þetta.
Svo var komið að heimför, við fengum að vita það með stuttum fyrirvara að flugvélin skildi millilenda á keflavíkurflugvelli,það átti nefnilega að fylla vélina og biðum við í hálftíma en svo þegar flugvélin var að fara frá sagði flugstjórinn að þeir fengu ekki leifi til að fara í loftið fyrr en eftir hálftíma af því það væri svo mikil umferð, þannig að þetta varð um klukkutíma bið(gaman með marga krakka)Hannah aðvísu sofnaði og svaf langleiðina. Við vorum lent um ellefu um kvöldið sem var ágætt því við áttum miða í lestina sem fór kl.tólf. þegar við fengum töskurnar, var ein þeyrra opin og ég hélt að hún hefði sprungið en það er einhver sem hafði opnað hana og ekki lokað aftur, en það góða var að það vantaði ekkert í töskuna furðulegt.
svo var það bið eftir lestinni sem var svoltið erfið því að allir voru orðnir svo þreyttir. Á lestarstöðinni hitti ég svo Oddný dobba hún býr í Odinsø og var gaman að spjalla við hana. Eftir að við komum í lestina þá var Alexander flótlega sofnaður og Hannah sofnaði fljótlega á eftir, en hún benedikta hafði fengið svo slæmar hellur að hún skældi bara, á endanum þurfti ég að grafa í ferðatöskunni eftir panodil og fljótlega eftir að hún hafði tekið hana sofnaði hún, ég prófaði að sofna en það tókst ekki svo vel, ég hef mestalagi sofið í svona 10 mín. en ferðin var ok miðaðvið að það voru hópur af unglingum sem höfðu mishátt. Hölli tók svo á móti okkur á lestarstöðinni í Århus, og var brunað heim og sá maður rúmmið sitt í hillingum. Ég var nú svoltið hrædd um að yngra liðið vildi ekki sofna aftur þarsem klukkan var um sex að morgni.en þau gátu sofnað aftur og var sofið fram að hádegi.
Ég er svo búin að setja myndir inn á barnaland og þaðværi gaman ef þið kvittuðuð í gestabækurnar. Þetta er orðið gott í bili sollan kveður frá sólarlandinu Danmörk