Heimur Sollu

Thursday, March 29, 2007

Fréttir úr Trimmelbakken

jæja ég held bara að það sé kominn tími á nýtt blogg þó að það séu ekki margir sem lesa það. það sem maður lifnar við með hækkandi sól og hita, já það er búið að vera ágætis veður hérna, en svolitið kalt á næturnar ennþá. Mín er bara búin að vera ansi dugleg, við erum í gang með að lappa uppá húsið og eru þessir ljótu múrsteinar úr sögunni innandyra og einnig puttarnir mínir (skæl), ég get ekkert gert með hægri hendinni því allir fimm fingurnir eru eitt sár, en samt fót ég í garðinn í dag og klippti niður rósirnar fyrir framan húsið og bambusinn í garðinumm en ég bara notaði vinstri hendina því það er bara einn puttinn á þeirri hendi sem er sár.
Í kvöld fórum við fjölskyldan að hlusta á Benediktu syngja með skólakórnum og var það góð skemmtun einsog vanalega og það voru teknar myndir sem fara inná síðuna hennar svona við tækifæri.
Við fórum með Benediktu til augnlæknis síðasta mánudag og hélt hann kannski að hún þyrfti sterkari gleraugu en það kemur alltsaman í ljós 23. apríl en þá fer hún aftur og fær dropa í augun svo hægt sé að mæla sjónina nákvæmt, það er bara vonandi að hún fáist til að ganga með gleraugun, hún segir að þau séu alveg óþörf því hún sjái jafnvel án þeirra, ég hef prufað að sétja gleraugun upp og ég sé ekkert frá mér svo það er ekkvað duló við þetta,hmm.
Ég talaði líka við heimilislækninn útaf maganum á Benediktu og fékk hún tilvísun til barnalæknis. Hérna þarf að senda inn tilvísunina og svo fær maður sent tímasetningu í pósti og vitiði hvenær hún kemst að ?? í lok júní !! ég segi nú ekki annað en það, að það er einsgott að þetta sé ekkert alvarlegt, og ræfillinn fær að þjást í þrjá mánuði í viðbót.
Ég og Hannah Christina erum byrjaðar í mömmuhóp og verður þetta vanalega annan hvern miðvikudag og hinar vikurnar er ætlunin að fara í göngutúra og jafnvel sétjast einhvernstaðar niður og spjalla, þetta er alveg æðislegt, bara að komast út og spjalla við einhverja aðra en sjálfa mig, og trúið mér ég geri mikið af því.
Hannah Christina dafnar vel og er orðin lítil bolla og er mjög glaðleg og brosmild stelpa, og sefur alla nóttina, þær horfa öfundaraugum á okkur hinar mömmurnar í hópnum en þetta hlýtur að koma með móðurmjólkinni því öll börnir mín hafa verið svona góð já ég segi það nú bara þau hafa rólindið frá henni móður sinni.
Tíminn var að breytast síðasta sunnudag og eftir því er líður á vikuna verð ég alltaf þreyttari og þreyttari, það er eins gott að það er að koma páskafrí þá þurfum við ekki að rífa okkur upp á morgnana,að vísu þarf Addi ræfillinn að fara í vinnuna svona þessa daga sem er opið og fæ ég hálfgert samviskubit yfir því að vera heima.
Alexander er algjör prakkari og finnst það ofsa sniðugt núna að pissa úti en mömmunni finnst það ekki alveg jafn sniðugt því stundum blotna fötin.
Bóndinn á bílinu hérna við hliðina kom og heilsaði uppá Alexander, því hann hefur sínt öllum tækjunum og tólunum mikinn áhuga og skreppur stundum yfir til að skoða, hann var að segja að hann sé eiginlega hættur með kýrnar og eru bara tvo dýr eftir í húsinu.
Við fengum send páskaegg frá Anítu, því Benedikta hafði beðið hana um það, enda jafnast ekkert á við íslensku páskaeggin frá Nóa og siríus mmmmm, takk fyrir það Aníta mín.
jæja best að fara í háttinn svo ég verði ekki einsog kæst skata í fyrramálið.
Ég segi bara hafið það gott elskurnar til næst hvenær sem það nú verður.
sjúbbídú gamla kúin kveður í stuði með guði ;0)bæóóóóhóóó