Vinnugleði með íslensku útvarpi
ok, ok, það hefur ekki verið mikill tími til bloggana, því við höfum verið að flísaleggja og mála, og vinna í garðinum. talvan var ekki tengd af þeim sökum. við höfum líka fjarlægt þetta ljóta grindverk og bauðst nágranninn til að kaupa runnaplöntur fyrir okkur, því hann var svo feginn að vera laus við spítnadraslið. við erum að tala um margar plöntur og munu þær kosta á bilinu fjögur til fimm þúsund kr. danskar, svo við erum bara fegin.
það hafa verið töluvert um veikindi hér, kvefpestar með tilheyrandi hita og er litla skvís núna full af kvefi.
Addi fór með Bene, (einsog hún er kölluð af vinkonu sinni) til augnlæknis og taldi hann að hún þyrfti mun sterkari gleraugu, hann talaði um fjóra á öðru auganu og fimm á hinu ég hef svosem ekki mikið vit á þessu, en hvernig hefur hún komist af stundum án gleraugnanna, því hún gleymir þeim hér og þar, þegar hún er í leik, en augnlæknirinn vill fá að sjá hana einu sinni enn til samanburðar því hún fékk dropa í augun síðast.
Jóna systir er að koma um næstu helgi og eru næstum fjögur ár síðan ég hef séð hana, svo það er smá tilhlökkun að fá hana hingað.
Já!¨! núna getum við svo hlustað á rás eitt og rás tvö í gegnum gervihnöttinn og það er bara eins og við erum á Íslandi svo skýr er sendingin, ég er núna að hlusta á rás tvö, þetta er alveg magnað.
Vinafólk okkar í sveitinni er mjög sennilega að fara lengst í burtu frá okkur svo það er svona svolítill leiði í liðinu útaf því en það er ekkert við því að gera, við munum örugglega heimsækja þau oft og gista, eða bara flytja með þeim því það eru svo ódýr og flott húsin þarna, en að öllu djóki slepptu þá er eithvað um tveggja tíma akstur til þeirra og þau ætla að útbúa gestaherbergi og við munum alveg örugglega notfæra okkur það. Við ætlum að grilla saman og horfa á myndina 300 hjá þeim í sveitinni á föstudaginn og verður það kosý einsog vanalega
Alexander var að skipta um deild á leikskólanum, því það voru að koma ný börn í leikskólann, og þarámeðal vinkona hans hún Bjørk og svo voru tilvonandi skólabörn færð í lille arnold frá thorsager leikskóla,svo það er fjölmennt í leiskólanum um þessar mundir. Vil ég svo óska öllum þeim fjólmörgu ættingjum og vinum sem áttu afmæli í apríl til hamingju með afmælið, þið verðið bara að afsaka að ég hafi ekki hringt, en þið fáið bara kveðju hér í staðinn. Núna þarf ég að fara að hætta því Hannah var að gera eitthvað mikið í bleiuna, og sýnist mér að það hafi farið eitthvað lengra en í bleiuna, svo við mæðgur kveðjum með sól í hjarta og bros á vör. bæó spæó
það hafa verið töluvert um veikindi hér, kvefpestar með tilheyrandi hita og er litla skvís núna full af kvefi.
Addi fór með Bene, (einsog hún er kölluð af vinkonu sinni) til augnlæknis og taldi hann að hún þyrfti mun sterkari gleraugu, hann talaði um fjóra á öðru auganu og fimm á hinu ég hef svosem ekki mikið vit á þessu, en hvernig hefur hún komist af stundum án gleraugnanna, því hún gleymir þeim hér og þar, þegar hún er í leik, en augnlæknirinn vill fá að sjá hana einu sinni enn til samanburðar því hún fékk dropa í augun síðast.
Jóna systir er að koma um næstu helgi og eru næstum fjögur ár síðan ég hef séð hana, svo það er smá tilhlökkun að fá hana hingað.
Já!¨! núna getum við svo hlustað á rás eitt og rás tvö í gegnum gervihnöttinn og það er bara eins og við erum á Íslandi svo skýr er sendingin, ég er núna að hlusta á rás tvö, þetta er alveg magnað.
Vinafólk okkar í sveitinni er mjög sennilega að fara lengst í burtu frá okkur svo það er svona svolítill leiði í liðinu útaf því en það er ekkert við því að gera, við munum örugglega heimsækja þau oft og gista, eða bara flytja með þeim því það eru svo ódýr og flott húsin þarna, en að öllu djóki slepptu þá er eithvað um tveggja tíma akstur til þeirra og þau ætla að útbúa gestaherbergi og við munum alveg örugglega notfæra okkur það. Við ætlum að grilla saman og horfa á myndina 300 hjá þeim í sveitinni á föstudaginn og verður það kosý einsog vanalega
Alexander var að skipta um deild á leikskólanum, því það voru að koma ný börn í leikskólann, og þarámeðal vinkona hans hún Bjørk og svo voru tilvonandi skólabörn færð í lille arnold frá thorsager leikskóla,svo það er fjölmennt í leiskólanum um þessar mundir. Vil ég svo óska öllum þeim fjólmörgu ættingjum og vinum sem áttu afmæli í apríl til hamingju með afmælið, þið verðið bara að afsaka að ég hafi ekki hringt, en þið fáið bara kveðju hér í staðinn. Núna þarf ég að fara að hætta því Hannah var að gera eitthvað mikið í bleiuna, og sýnist mér að það hafi farið eitthvað lengra en í bleiuna, svo við mæðgur kveðjum með sól í hjarta og bros á vör. bæó spæó