Heimur Sollu

Tuesday, August 08, 2006

eitt og annað, bros og tár.

heilir og sælir lesendur góðir. Aldrei þessu vant sit ég hér við tölvuskriflið, börnin ekki heima, Alexander er hjá dagmömmunni og Benedikta er í afmæli, svo ég ákvað bara að hafa það næs í einn og hálfan tíma því ég var aldrei þessu vant komin snemma heim úr vinnu og á föstudaginn þá eru akkúrat fjórar vikur frá síðasta fríi ég átti að fá einn frídag daginn áður en stelpurnar færu heim, og var komin í frí en fékk svo sms kl. sjö um morguninn frá yfirmanninum um það að stelpan sem átti að koma neitaði að koma svo að ég gat ekki sagt NEI!! konan í recepcionen (lobbýinu)sagðí að ég þyrfti að læra að segja nei en það er bara ekki hægt þarna, það eru bara engir aðrir til að vinna vinnuna. Ég hugga mig við það að launaumslagið verði voða þykkt, en þreytt er ég orðin. Að öðru nú erum við bara fjögur í heimili og er það mjög skrítið, ég verð nú að viðurkenna það að ég er búin að vera ansi leið svona á köflum og þó að það sé stundum erfitt að hafa unglinga á heimilinu þá má maður ekki gleyma því að það var líka annarslagið hjálp í þeim svosem að ná í krakkana fyrir mig þegar ég sá framá að vera ekki komin heim á réttum tíma, ég er reyndar mjög stressuð út af þessu því stundum eru rúturnar mjög seinar og þá er ekki víst að ég nái heim fyrir fjögur. Það hefur ekkert lát verið á blíðunni undanfarið, lenti ég þó í dembu einn daginn þegar ég náði í Alexander og var ekki til þurr þráður á mér en guð hvað þetta var annars hressandi, það er ekkert betra en að lenda í góðviðris rigningu sérstaklega eftir þvílíkan þurrkinn. ég segi nú bara sólarlönd hvað? komið bara til Danmerkur, það er búið að vera sólarlandaveður í yfir tvo mánuði.Jæja þá er nú best að setjast í sófann og slappa örlítið af áðuren ég næ í guttann, en til næst bæó spæó

2 Comments:

  • Ekki ofgera þér, elsku Solla mín...

    By Anonymous Anonymous, At 4:26 PM  

  • Ég tek undir orð þín um veðrið, þvílík blíða. Þetta er alveg geggjað. Mæli með Danmörkinni til búsetu

    By Anonymous Anonymous, At 11:22 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home