Heimur Sollu

Tuesday, August 29, 2006

Þreitt :(

jæja hér sit ég og get ekki sofið, er að hugsa um að tilkinna mig veika á morgun því ég get hreinlega ekki meir er búin að vinna í veit ekki hvað margar vikur uden að fá frí og þeir halda bara að þeir geti notað mann einsog þeim sýnist ég er meget sur það eru að koma merkilegir gestir sem eiga hótelkeðu út um allan heim og við höfum verið á botni við að gera allt fínt fyrir þetta lið þá kemst kannski hótelið í heimsblöðin en það er bara mál með vexti að rekstrarstjóri hótelsins hefur alltaf verið mjög næs við mig svo að ég hlýt að vinna þokkalega það er bara þetta fyrirtæki sem ég vinn hjá sem ég er virkilega reið útí :( ég er meira að segja að hugsa um að segja upp, ég veit bara ekki hvað ég á að gera ég er mjög hrædd um það peningalega séð en á maður að láta koma fram við sig sem skít? Þið verðið bara að afsaka þetta en það eru ekki margir sem ég get talað við og hann Addi minn og börnin fá allan reiðilesturinn og þau eiga það ekki skilið. Mig langar bara að gera eitthvað skemmtilegt einsog að skreppa til Álaborgar, fara út að borða og í Djurssommerland með börnunum áður en sæsonið er úti, og það er síðasta helgin núna, en það er aldrei tími til neins. En svo er Addi að vinna á laugardaginn og ef við fáum enga barnapíu verð ég að vera heima og það eru margir sem mundu ekki hugsa sig um en hún ég læt fara með mig einsog gólftusku. Ég hreinlega orka ekki meir. ég held ég fari bara að horfa á einhverja væmna Juliu Roberts mynd klukkan er nefnilega að verða tvö, svo kannski sofna ég yfir henni. En ég veit að þetta er ekki upplífgandi pistill en ég varð bara að koma þessu frá mér, það kemur betri pistill næst ég lofa því. Góða nótt.

5 Comments:

  • Já láttu það bara koma,þú verður nú að passa þig að ofkeyra þig ekki Solla mín.Skoðaðu þetta vel og láttu ekki traðka á þér á skítugum skónum:)Kv frá Akureyri Helga og co...

    By Anonymous Anonymous, At 2:52 AM  

  • ég er sem betur fer með breiðar axlir og svo er heyrnin farinn að daprast, eftir að hafa spilað í rokkhljómsveitum í svona mörg ár. En auðvitað á ekki að léta traðka á sér, sérstaklega á ekki að leyfa einhverjum baunum að gera það.
    Ég skora hér með á alla sem koma inná þessa síðu til að peppa Sollu upp, láta hana vita af sínum mörgu góðu kostum og hvetja hana til að gefast ekki upp.
    Og það er allt í lagi að skrifa oftar ein einusinni.

    By Blogger Arnthor, At 8:19 AM  

  • Ömurlegt að heyra, og já, þú skalt alls ekki láta vaða yfir þér! Hvaða ákvörðun sem þú tekur, vonandi lagast ástandið fljótt. Ég hlakka rosalega til þess að fara saman út að borða, verðum að hittast oftar og rækta sambandið. Þú getur alltaf bjallaðí mig ef þú vilt spjalla :) Þú ert frábær, og þú átt þetta svo sannarlega ekki skilið. Þú átt skilið frí!!!!

    Knús frá Miru.

    By Anonymous Anonymous, At 9:54 AM  

  • Ok Solla, ég held að ég hafi sjaldan kynnst eins duglegri konu eins og þér, en öllu má ofgera. Prófaðu að taka þennan reiðilestur og fara með hann í yfirmanninn þinn, ef þú gerir það ekki þá mun hann aldrei vita hvað þú hugsar. Hann mun halda áfram að vaða yfir þig og ætlast til þess að þú sért alltaf til staðar. Gerðu honum grein fyrir því að þú átt stóra fjölskyldu sem þú þarft að hugsa um og nú sért þú búin að gera honum það marga greiða að það sé kominn tími til þess að þú fáir eitthvað til baka. Kannski tekur yfirmaðurinn illa í þetta en þá ertu líka bara betur sett annars staðar. Mér finnst samt líklegra að hann taki vel í þetta og beri meiri virðingu fyrir þér fyrir vikið. Og eins dugleg og ég veit að þú ert þá getur ekki verið að hann vilji missa þig. Vertu sterk og stattu á þínu.

    By Anonymous Anonymous, At 8:32 AM  

  • Mér finnst að Hótelstjórinn eigi að ráða þig til að sjá um þetta sem verktaka og svo yrðir þú með fólk í vinnu. Því að þú ert búin að standa þig 150%, bæði samkvæmt því sem þú skrifar hérna og líka miðað við að Hótelstjórinn fíli þig. En þeir sem reka þetta þriffyrirtæki kunna ekki að reka fyrirtæki, því að ánægt starfsfólk skilar mestum hagnaði og þess vegna er það ósanngjarnt gagnvart Hótelinu að þeir sitji uppi með þetta ruslfyrirtæki þegar þú gætir gert þetta betur.

    Segjum sem svo að þú hefðir fegnið taugaáfall vegna framkomu vinnuveitandans og rokið úr vinnunni og Hótelið litið út eins og svínastía þegar þessir erlendu gestir koma í heimsókn. Láttu Hótelstjórann amk. vita að þetta fyrirtæki komi fram við starfsmennina sína svona og að þeim geti ekki haldist á fólki sem vinnur vinnuna sína samviskusamlega og þar með sé hreinlæti Hótelsins í hættu og þar með orðspor þeirra sem gæðahótels hrunið.

    En náttúrulega ef að þú sæir um þetta, þá er framtíð Hótelsins tryggð hvað snertir hreinlæti!

    Hölli.

    By Anonymous Anonymous, At 7:19 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home