Heimur Sollu

Thursday, June 23, 2005

ýmislegt!!!

halló people!!!!!!!!!!!!!!1
Ég veit ekki hvað ég á að segja núna, Fríða (frænka hans Adda) kom með fjölskylduna í heimsókn. Meðan þau stoppuðu hér þá kom smá slys fyri, Alexander var að borða epli og það stóð svona heiftarlega í honum, að hann var orðinn helblár í framan, og við þorðum ekki annað en að hryngja á sjúkrabíl. Þegar sjúkrabíllinn var kominn, var hann farinn að anda eðlilega, og við gátum varpað öndinni léttar. En það höfðu sprungið margar æðar í kringum augun og á enninu, svo hann er allur marinn og blár. Benedikta er búin að velja gleraugu, og er hún með 3,0 á öðru auganu og 3,5 á hinu auganu í +, hún á alltaf að ganga með þau, hvernig sem það nú gengur. Hún var ekki spennt fyrir þessu og var bara hálf fúl þegar hún var að máta. Hún er nú í ferðalagi með skólanum, og kemur heim á morgun, og svo fara stelpurnar mínar þrjár til Íslands á mánudaginn. Addi var að koma heim úr vinnunni, og er ekki eins þreyttur og vanalega. Þetta er frekar erfið vinna og þarf hann alltaf að fara mjög snemma á fætur, um kl. 5 og kemur ekki heim fyrr en um 4 Hann ætlar að leita sér að betri vinnu. Svo langar mig að spyrja hvort einhver eigi leið norður frá rvk seinnipartinn á mánudaginn? því að tvem ungum píum vantar far. ég yrði afar þakklát!!! Núna erum við mæðgur á leið út í góða veðrið, svo til næst bæ, bæ.

4 Comments:

  • Heyrðu Solla vertu ekkert að stressa þig með far handa stelpunum. Þær geta bara verið hérna í borginni í örfáa daga á meðan við finnum far handa þeim. Pabbi vill fá Benediktu til sín og Andrea getur verið hjá okkur, Agnesi langar svo að hafa hana í nokkra daga :) þá er þetta líka ekkert stress. Svo finnum við bara eitthvað far í vikunni.. hvernig líst þér á það?

    By Anonymous Anonymous, At 4:54 PM  

  • andrea fer með pabba og benna er sú eina sem vantar far... ég þarf að vera komin heim fyrir 2 á þriðjud.og ég fer sennilega með flugi ef það fer enginn sama da

    By Anonymous Anonymous, At 1:59 AM  

  • Ok en Benedikta má auðvitað vera hérna eins lengi og hún vill, hvort sem er hjá pabba eða mér. Þarf amk ekkert að stressa sig með hana. En ég skal tékka hvort ég viti um einhvern sem er með pláss fyrir þig Aníta

    By Anonymous Anonymous, At 3:44 AM  

  • snæþór kemur suður... þetta er í lagi

    By Anonymous Anonymous, At 11:38 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home