Heimur Sollu

Monday, May 09, 2005

ekki eins andlaus.

god dag!!
Klukkan er að ganga 3, og er ég nú nýkomin heim af leikskólanum, og er það mjög þægilegt að vera ein heima stutta stund, því maður verður dáltið þreyttur í höfðinu eftir daginn. En þetta er samt mjög skemmtilegt og gefandi starf. Við gerðum ekki mikið um helgina, vorum dáltið í garðinum að reyta arfa, Alexander var að vanda mjög duglegur, og ég krosslegg fingurna og vona að þetta eldist ekki af honum(skúra skrúbba og bóna)og bara öll verkfæri eru spennandi í hans augum. Addi fór í próf í dag, og ég vona að honum hafi gengið vel. Ég er að spá kannski að fara í skóla í haust eða eftir áramót. Andrés fann tvö hjól á ruslahaugunum handa oss, sem sést lítið sem ekkert á og nú getum við bara farið að hjóla, og hjólað út um víðan völl, og hitt álfa og tröll,(smá rím)en hvað um það, það er annars allt gott héðan, og ég held að ég setjist bara eins og klessa í sófann og njóti þess að vera í smástund ein heima.bless til næst!!

2 Comments:

  • Já þið getið þá verið dugleg að hjóla í sumar, það er nú gott... Annars hlakka ég til að hitta ykkur í sumar, nýkomin heim frá Ameríkunni!!! verð komin til ísl. 19. júlí svo Benedikta getur verið hjá mér í 3 daga áður en við komum til danmerkur :)

    By Anonymous Anonymous, At 6:24 AM  

  • HAHAHAHAHAHAHAHA klessa

    By Anonymous Anonymous, At 1:41 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home