Heimur Sollu

Sunday, June 26, 2005

Ein í kotinu!!

Góðan dag!!!
jæja nú eru stelpurnar lagðar af stað til Íslands, þær lögðu af stað um kl. 6 í morgun með rútunni, og við Alexander fórum með á busstoppið og kvöddum þær. það verður svolítið tómlegt hér, sérstaklega þegar Benedikta er ekki heima, og er ég með svoltið í maganum (smá stress) og verð fegin þegar þær verða komnar á leiðarenda. Það er langt þetta ferðalag þeirra, þær fara svo í lest í Århus, sem leggur af stað kl. 8 til flugvallarins, og tekur það um 4 tíma, fer vélin svo á loft um 13,30(á dönskum tíma). En ég vona bara að þær eigi góða ferð, og við sjáumst aftur eftir mánuð. Benedikta kemur aftur hingað 23. júlí, en það er óvíst með Andreu (eigum eftir að panta far)fyrir hana og Kristófer, en það verður fyrir skóla. Andrea ákvað að vera hér næstavetur og er það ekkert annað en frábært, það var vinkona hennar hér í Thorsager sem fékk hana til að koma aftur. Það verða bara margir hér næsta vetur, gaman, gaman!!!!!!!!!!!!! Nú ætla ég bara að fá mér eitthvað að borða svo bless í bili.

2 Comments:

  • Hæ hæ, ég var að tala við Anítu, þau voru þá í Kringlunni, þær leggja af stað norður seinnipartinn, Anna Sigrún og Agnes eru á leið suður, þær voru hér um helgina, kveðja Hanna

    By Anonymous Anonymous, At 10:03 AM  

  • já, það var ekkert smá gaman að sjá stelpurnar þó að það hafi bara verið stutt. og Benedikta ekkert smá sæt með nýju gleraugun sín :) bara 23 dagar þangað til við komum til danmerkur, 24 þangað til við verðum hjá ykkur!! :) hlakka til að sjá ykkur

    By Anonymous Anonymous, At 5:16 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home