Heimur Sollu

Sunday, November 26, 2006

Jólin gætu alveg komið á morgun

jæja þá er ég að verða búin að undirbúa jólin og þau gætu bara næstum því komið á morgun. Búin að baka laufabrauðið, með aðalega aðstoð Hölla, svo er ég búin að baka um átta smákökusvortir, og gera hreint í næstum öllum herbergjum, og þá er bara að undirbúa komu nýjafjölskyldumeðlimsins, og núna líður mér bara frábærlega að vera búin með þetta allt, er aðeins búin að þvo svona þetta litla sem ég á á barnið. Núna erum við Benedikta bara einar heim og það eru jólalög í spilaranum að sjálfsögðu og við erum aðeins birjaðar að skreita, ég veit að það er aðeins of snemmt en það er bara svo mikill spenningur í liðinu sérstaklega Benediktu eftir að fá systur sínar hingað. Alexander er búinn að jafnasig á hlaupabólunni og fer hann á morgun í leikskólann. Addi er svo að fara að ljúka síðustu vikunni sinni hjá dansk supermarket og byrjar í nýrri vinnu núna næsta föstudag. Andres og Míra ætla að koma hingað næstu helgi með eplaskífur og ætlum við að hafa smá huggulegt, svo nátturlega eru þau í sveitinni að undirbúa smá huggulegheit í desember með eplaskífum og pakkaleik, þau eru næstum orðin einsog fjölskyldan manns hér úti, nema hvað við umgöngumst þau meira en við gerðum með okkar fjölskyldu heima á fróni. Jæja núna er Addi kominn heim og vill víst fara í tölvuna, svo ég verð bara að segja bless til næst hvenær sem það nú verður :)

2 Comments:

  • Jæja er þá nokkuð annað en rífa nokkra miða af dagatalinu og halda jólin með öllu tilheyrandi.
    Það eru fordæmi fyrir því að fresta jólunum hjá Castro og meðan hann er ekki allur er rétt að heiðra verk hanns og flýta jólunum.
    Án gríns þá er þetta flott hjá þér nú er bara að bíða eftir bumbubúanum.
    Besta kveðja til allra.
    Óli og Jóa

    By Anonymous Anonymous, At 3:20 PM  

  • Jólin koma þegar ég kem hehe og ekki fyrr =) og ALLS ekki seinna =*

    By Anonymous Anonymous, At 12:10 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home