Það er komið nýtt ár !!!!!!
já enn eitt ár er runnið sitt skeið og 2008 komið. Gleðilegt ár til ykkar allra.
Það er erfitt að byrja aftur eftir svona langt frí, ég dröslaðist þó framúr 07.20 til að koma Benediktu í skólann og koma litlu grislingunum í pössun.
Við vorum hjá vinum okkar Linnette og Bo yfir áramótin og var það þægilegt, þó að maður hafi saknað þess nú að vera ekki heima, en það er alltaf gaman að gera eitthvað annað en þetta venjulega. Benedikta fór til þeirra tvem dögum fyrr og við keyrðum svo uppeftir á gamlársdag og tókum við hundinn með, en skildum köttinn eftir heima. Í áramótamatinn var í forrétt stjerneskuð(stjörnuhrap)sem saman stendur af steiktum fiski, rækjum, brauði, kaviar, sítrónu, remolaðe, og hvítri dressingu. og var þetta mjög gott. Í aðalrétt var meatloaf(kjöthleifur)með alskonar grænmeti og kartöflum og bökuðum perum, mmmmm þetta var líka ógurlega gott, og síðast kom svo bananasplit, það var heldur ekki af verri endanum. Svo var sest inn í stofuna og farið í leik sem sem ég man ekki hvað heitir og borðað salgæti og ýmislegt annað. Það er eitt sem danir eru fastheldnir á það er alltaf sýnt sama leikritið í sjónvarpinu rétt fyrir áramótin, og Linnette sagðist muna eftir þessu fráþví hún var barn og þetta væri á hverju ári, kostulegt. Svo var skotið upp um miðnætti og var það ekkert í líkingu við hér í Thorsager eða á Dalvík, því á báðum þessum stöðum verður allt vitlaust. Við vorum jú í sveitinni en sáum skoteldana frá öðrum í fjarska. Ég var þó inni mestan tímann því börnin okkar Adda eru ekki mjög gefin fyrir flugeldana, þó var Alexander hugaðri en Kristófer og Benedikta voru sem börn, því þau skriðu undir stofuborðið meðan á skothríðinni gekk, hann þorði þó að standa við gluggann.
Það eru líka margir, ég segi kannski ekki allir danir búnir að taka niður jólaskrautið og jólatréð farið, fyrir áramótin. Benedikta spurði mig afhverju jólaskrautið væri ennþá uppi, og ég spurði hana afhverju hún spurði, þá sagði hún að það væri komið nýtt ár og þá ætti jólaskrautið ekki að vera lengur. Ég sagði henni að jólin væru alveg til 6. jan og jólaskrautið færi ekki niður fyrr. Mér finnst nefnileg þessir tveir mánuðir sem eru að skella á, janúar og febrúar svo drungalegir og leiðinlegir að jeg vildi hafa allt heimsins skraut og ljós bara til að komast yfir þessa mánuði, en blessað jólaskrautið fer niður 7. janúar.
jæja nú er ég alveg sprungin á limminu og veit ekkert hvað ég á að skrifa um meira.
Ég ætla að fá mér morgunverð. svo sjáumst síðar nú verður talið niður til Íslandsferðar 134 dagar til brottferðar, virðist langt en tíminn vonandi flígur áframm það er jú hlaupár.
hafið það gott :) sollan kveður að sinni með sól í hjarta þó að snjói úti.
bæó
Það er erfitt að byrja aftur eftir svona langt frí, ég dröslaðist þó framúr 07.20 til að koma Benediktu í skólann og koma litlu grislingunum í pössun.
Við vorum hjá vinum okkar Linnette og Bo yfir áramótin og var það þægilegt, þó að maður hafi saknað þess nú að vera ekki heima, en það er alltaf gaman að gera eitthvað annað en þetta venjulega. Benedikta fór til þeirra tvem dögum fyrr og við keyrðum svo uppeftir á gamlársdag og tókum við hundinn með, en skildum köttinn eftir heima. Í áramótamatinn var í forrétt stjerneskuð(stjörnuhrap)sem saman stendur af steiktum fiski, rækjum, brauði, kaviar, sítrónu, remolaðe, og hvítri dressingu. og var þetta mjög gott. Í aðalrétt var meatloaf(kjöthleifur)með alskonar grænmeti og kartöflum og bökuðum perum, mmmmm þetta var líka ógurlega gott, og síðast kom svo bananasplit, það var heldur ekki af verri endanum. Svo var sest inn í stofuna og farið í leik sem sem ég man ekki hvað heitir og borðað salgæti og ýmislegt annað. Það er eitt sem danir eru fastheldnir á það er alltaf sýnt sama leikritið í sjónvarpinu rétt fyrir áramótin, og Linnette sagðist muna eftir þessu fráþví hún var barn og þetta væri á hverju ári, kostulegt. Svo var skotið upp um miðnætti og var það ekkert í líkingu við hér í Thorsager eða á Dalvík, því á báðum þessum stöðum verður allt vitlaust. Við vorum jú í sveitinni en sáum skoteldana frá öðrum í fjarska. Ég var þó inni mestan tímann því börnin okkar Adda eru ekki mjög gefin fyrir flugeldana, þó var Alexander hugaðri en Kristófer og Benedikta voru sem börn, því þau skriðu undir stofuborðið meðan á skothríðinni gekk, hann þorði þó að standa við gluggann.
Það eru líka margir, ég segi kannski ekki allir danir búnir að taka niður jólaskrautið og jólatréð farið, fyrir áramótin. Benedikta spurði mig afhverju jólaskrautið væri ennþá uppi, og ég spurði hana afhverju hún spurði, þá sagði hún að það væri komið nýtt ár og þá ætti jólaskrautið ekki að vera lengur. Ég sagði henni að jólin væru alveg til 6. jan og jólaskrautið færi ekki niður fyrr. Mér finnst nefnileg þessir tveir mánuðir sem eru að skella á, janúar og febrúar svo drungalegir og leiðinlegir að jeg vildi hafa allt heimsins skraut og ljós bara til að komast yfir þessa mánuði, en blessað jólaskrautið fer niður 7. janúar.
jæja nú er ég alveg sprungin á limminu og veit ekkert hvað ég á að skrifa um meira.
Ég ætla að fá mér morgunverð. svo sjáumst síðar nú verður talið niður til Íslandsferðar 134 dagar til brottferðar, virðist langt en tíminn vonandi flígur áframm það er jú hlaupár.
hafið það gott :) sollan kveður að sinni með sól í hjarta þó að snjói úti.
bæó
2 Comments:
Gleðilegt ár kæra fólk.Vonandi sér maður eitthvað framan í ykkur þegar þið komið og já þetta verður pottþétt fljótt að líða því að tíminn líður ótrúlega hratt Bergvin er að verða eins árs og mér finnst ég hafa átt hann í gær:)Jæja hafið það alveg rosalega gott krakkar mínir.Kveðja úr rigningunni á eyrinni Helga Maren.
By Anonymous, At 2:26 AM
Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my site, it is about the CresceNet, I hope you enjoy. The address is http://www.provedorcrescenet.com . A hug.
By Anonymous, At 10:48 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home