Heimur Sollu

Sunday, July 01, 2007

Ýmislegt frá Thorsager

Jæja ég ákvað að hætta að eiga afmæli enda er einginn spenningur við það að eiga afmæli allt árið læt mér nægja einn og hálfan mánuð. Nú er thorsagerfestin buin og fengum við svona þokkalegt veður, ekkert einsog síðustu ár sem voru með brakandi blíðu, en það kom sól svona annarslagið og rigningarúði hitt veifið. Við Alexander tókum þátt í optoginu (skrúðgöngunni)með Lille Arnold og vorum við klædd út sem yggdrasil lífsins tré, bara gaman að því.
Það er búinn að vera einhver rigningarsuddi og vonast ég til að því fari að slota svo maður geti komist til að slá, og þvíumlíkt. Þó að rigningin geti verið góð, þá verð ég afskaplega þung og kem engu í verk en það er eins og ég fái vítamínsprautu þegar sólin skín og verð öll svo léttari.
Benni og Stína eru að koma núna í vikunni og er kominn spenningur í okkur að fá þau í heimsókn, og svo styttist í dæturnar oooog þið getið rétt ýmindað ykkur hvað mig hlakkar til að fá þær og svo tengdasynina og Vaka kemur líka, þannig að það verður fullt hús (við þurfum að fara að stækka við okkur, húsið). Ekki fengum við lottóið um helgina!!! hrmp, það voru einungis milli 70 til 80 danskar millur í pottinum sem skiptust í átta hluta, heppnir þeir(Een ekki þýðir að gráta gvend).
Nú er skólinn loksins kominn í frí og er ég alltaf fegnust, engir madpakkar að smyrja, svo er Kristófer hér hjá okkur núna og það sem drengurinn hefur stækkað á einungis einu ári, hann er orðinn hærri en ég(þó það teljist nú ekki til kraftaverka). jæja Benedikta bíður nú eftir tölvunni svo ég segi bara bæjó í bili sjáumst hér, vonandi ekki eftir marga mánuði og hafið það gott.

2 Comments:

  • jámmmm ég kem eftir 3 vikur eða svo

    By Anonymous Anonymous, At 9:21 AM  

  • Sko margur er knár þó að hann sé svolítið smár heheheee jæja farðu nú að fá smá sól á þig þú mátt allavega eiga mína ég myndi ekki sakna hennar:)Mikið er gaman að heyra að þær séu að koma til þín stelpurnar ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að hafa þær alltaf í öðru landi þó að þær séu orðnar þetta stórar..Jæja hafið það gott krakkar mínir en Solla ég ætla samt að fá smá sól lánaða 28 júlí því að þá ætla égað gifta mig svo máttu hafa hana alla:)Kveðja Helga Maren eyrarpúki með meiru.

    By Anonymous Anonymous, At 9:48 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home