Heimur Sollu

Monday, December 10, 2007

Jólin jólin aalstaðar

jú nú eru bara tvær vikur í þau, skrítið Hannah að verða einsárs og mér finnst einsog það hafi verið í gær sem ég lá á Randers sjúkrahúshótelinu, mikið líður tíminn hratt.
Í augnablikinu er ég að vinna sem vikar í gestahusinu í Mørke, við erum þrjár að passa uppí tiu börn, en það hafa verið svo mikil veikindi hér að í síðustu viku fór það niður í fjögur börn.
Stelpurnar mínar eru svo komnar og farnar aftur, og í lok dvalarinnar kræktu þær sér í þessa pesti sem tröllríður Danmörku núna, og lágu þær síðasta daginn með magapesti,og Arnþór lagðist líka og helgina áður lágum ég, Benedikta og Alexander, en Alexander slapp best við þessa pest en Benedikta varð svo veik að á tímabili leist mér ekki á blikuna, það virðast fáir sleppa við þetta, svo í gær fékk ég aftur í magann en það fór niður en ekki upp.
Ég er svona hægt og sýgandi að undirbúa jólin og þegar stelpurnar voru hér notaði ég tækifærið og fór í laufabrauðið, og við fengum sent með Anítu, (hangikjöt) takk fyrir það Hanna Stína og Óskar, ég er búin að baka tvær svortir af smákökum, og ætla ég að baka svona fjórar svortir til viðbótar. Ég er líka búin að kaupa allar jólagjafirnar, og sendum við Anítu og Andreu með gjafirnar heim til Íslands.
Það er svona smá herpingur í hjartanu minu yfir að hafa ekki eldri börnin hér yfir jólin en svona er þatta nú bara, fuglarnir flúga úr hreiðrinu, og ekkert er við því að gera.
Á föstudaginn seinasta var jólahúllumhæ í leikskólanum, með eplaskífum, glöggi og fleira, svo kom jólasveinninn í heimsókn og áttu börnin að leita að garni í skóginum og fengu þau nammi poka í staðinn, þetta var mjög gaman.
Ég og Arnþór fórum á laugardaginn með STARK á jólahlaðborð mmmmmmmmmmmm ég get ekki sagt annað við átum á okkur gat í bókstaflegri merkingu, og drukkum í hófi þó að það hafi verið frír bar, en orsökin var sú að við þurftum að fara í kirkju daginn eftir, því það var slútt hjá minikonfirmanden(mini fermingarfræðslu)og var hádegisverður á eftir. Hölli, Cecilie og Liv voru hér á meðan við fórum á jólahlaðborðið, og þökkum við þeim fyrir það.
Alexander fór til tannlæknis á fimmtudaginn seinasta og var önnur framtönnin dregin úr honum, og ástæðan fyrir því er sú að hann hefur fengið svo mörg högg á tennurnar að það var komin sýking fyrir ofan tönnina og taldi tannlæknirinn að best væri að tönnin færi svo hún eiðileggi ekki fullorðinstönnina, svo nú er hann bara með eina frammtönn í efri góm, og er hann ekki alveg sáttur við það, en það kemur önnur í staðinn vonandi eftir ekki svo mörg ár.

jæja þarf ég nú að fara að hugsa mér til hreyfings, og ná í Hönnuh til dagmömmunnar. svo sí u later, og ef einhver les þetta blogg þá er velkomið að kommenta. Sollan kveður með stæl einsog alltaf, FIMM MÁNUÐIR TIL ÍSLANDS FERÐ!!!! bæóoooooo

9 Comments:

  • Hei svkís, ég les alltaf, fyrirgefðu hvað ég er ömurleg að kommenta aldrei. Gaman að fylgjast með ykkur.

    kv.Ásta

    By Anonymous Anonymous, At 8:32 AM  

  • Hæ! ég rekst stundum hingað að lesa fréttir.... Er samt löt að kvitta..

    kveðja Guðfinna..

    By Anonymous Anonymous, At 1:01 AM  

  • Það eru margir sem lesa bloggið daglega heima á Íslandi, þó það kvitti kanski ekki allir... En þú/þið eigið að vera ennþá duglegri að skrifa um hvað á daga ykkar er drepur þarna í útlöndunum...

    kv, LeyniBangsi

    By Anonymous Anonymous, At 5:12 AM  

  • hæ, hó!! og kvitt kvitt, sjáumst fljótlega og bið að heilsa =)

    By Anonymous Anonymous, At 12:58 PM  

  • kv Aníta =)=)

    By Anonymous Anonymous, At 12:58 PM  

  • Það er naumast að það er nóg að gera hjá ykkur.Ég vildi bara kasta einu gleðileg jól á ykkur og hafið það súper gott..Kveðja Helga Maren á klakanum.

    By Anonymous Anonymous, At 10:38 PM  

  • Sæl Solla mín.

    Við óskum ykkur gleðilegra jóla og hafði það sem allra best yfir hátíðarnar.

    Ég kíki alltaf reglulega, en kvitta þó ekki í öll skiptin.

    Kveðjur frá allri familíunni.
    Rúna, Haukur og börnin

    By Blogger Unknown, At 6:55 AM  

  • Hæ Solla mín.

    Ég kíki alltaf reglulega hingað inn, en kvitta þó ekki alltaf. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og hafði það sem allra best yfir hátíðarnar.

    Kv. Rúna, Haukur og börnin

    By Blogger Unknown, At 6:56 AM  

  • Elsku Solla, Addi og börn, gleðileg jól. Hlakka til að hitta ykkur þegar þið komið til Íslands. Jólakveðjur til allra. Guðfinna og Árni.

    By Anonymous Anonymous, At 12:20 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home