Heimur Sollu

Thursday, December 27, 2007

Jólakveðjur, og fregnir

Gleðileg jól til allra vina og ættingja nær og fjær og gott nýtt ár vonandi hefur jólahaldið farið vel fram allstaðar og jólasteikin runnið ljúflega niður, jólin voru með rólegu sniði hér núna enda aðeins fimm á heimilinu.
Hannah varð einsárs 21. des og hélt hún uppá það hjá dagmömmunni með muffins og bollum, svo buðum við nokkrum í heimsókn hingað í smá afmæliskaffi daginn eftir, í glögg og eplaskífur og svo nátturulega voru afmæliskökur.
Vil ég þakka fyrir allar afmælisgjafirnar til hennar.
aðfangadagur var líka með rólegu sniði, við borðuðum kl.6 andarsteik a hætti dana í forrétt var aspargussúpa og risalamande í eftirrétt, og vann Benedikta möndluna sem betur fer, hún hafði miklar áhyggjur af því að fá ekki möndluna, hún er svoltið tapsár blessunin.
Það tók okkur u.þ.b klukkutíma að borða enda var nógur tíminn, svo var gengið frá eftir matinn, helltuppá könnuna og rauðvíni hellt í glösin, svo var sest inn í stofuna og byrjað að taka upp pakkana. það tók u.þ.b tvo klukkutíma því svo mikill var fjöldinn af pökkunum. Við viljum þakka kærlega fyrir allar gjafirnar, við fengum nátturlega alveg hellinginn allann af konfekti og íslensku nammi takk fyrir það.
eftir að við vorum búin að opna gjafirnar þá fórum við í að skoða dótið sem við fengum, það var nú samt léleg ending í liðinu því krakkarnir vöknuðu kl. 6 um morguninn og því voru þau sofnuð um ellefu og svo var móðirin eitthvað slöpp og telur hún að það hafa verið spennufall vegna þreytu, svo að hún var einnig í bólinu um svipað leiti og krakkarnir, en vaknaði svo hress daginn eftir.
Á jóladag komu svo Andrés, Míra og Ísabella, í hangikjöt og fínerí og var æðislegt að fá þau hingað í heimsókn, léku þær sér alveg ljómandi vel saman, frænkurnar Hannah og Ísabella og skröfuðu heilmikið saman og var gaman að sjá, annann jóladag höfðum við það næs og spiluðum matador með sigri Adda en Benedikta stóð sig alveg ljómandi vel en sollan fór á hausinn og misti allt sitt, au au aumingja ég.
Alexander mældist svo með 38 gráður um kvöldið og er enn veikur.
Addi þurfti að skreppa í vinnuna í dag og kemur heim kl. 6 en er svo í fríi á morgun og fram yfir áramót.
Þetta er svona í stórum dráttum það sem á daga okkar hefur drifið við vitum ekki alveg hvað verður um áramótin, en komið hefur til tals að skreppa uppá land til vina okkar Linnette og Bo, en ekkert er ákveðið ennþá.
Hafið það gott yfir hátíðina og ég rita eitthvað hér síðar, það fara svo að koma afmælismyndir og jólamyndir inná barnalandssíðurnar.
Sollan kveður í þokkalegu jólastuði þó að það vanti helminginn af fjölskyldunni.
þúsund kossar og jólaknús til ykkar allra. bæó spæó

3 Comments:

  • Gleðileg jól og frábært nýtt ár

    By Anonymous Anonymous, At 4:43 AM  

  • jólakveðjur........

    By Anonymous Anonymous, At 4:43 AM  

  • hæ, bara að kvitta. Vonandi hafið þið það gott. Guðfinna.

    By Anonymous Anonymous, At 1:14 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home