nýr heimur
hæ hæ ég er flutt til Danmörku stelpurnar komnar í skóla og þeim finnst bara gaman Benedikta rekur mig bara heim, það er magnað hérna og margt gert fyrir börnin það er alltaf sungið á morgnana í Benediktu skóla ýmis lög, allur skólinn syngur saman það er eitthvað sem íslendingarnir ættu að taka upp. Í Andreu skóla(røndeskóla), er svokallaður ungdomsskole og þar er hægt að fara á ýmis námskeið Andrea og Addi eru þar núna t.d. á dönskunámskeiði og það er hægt að fara í fatahönnun ,förðun og ljósmyndun svo eitthvað sé nefnt svo verður farið í skíðaferð til Noregs. Andrea tekur rútu á morgnana til Rønde en það er svona 7 mín að keyra þangað. já það er nú það ,það er mjög fallegt hérna og rólegt, göngustígar út um allt og það er bóndabær hérna við hliðina, og á morgnana þegar ég labba með Benediktu í skólann þá förum við eftir stíg þar sem eru hestar og kindur á beit, og það er líka stutt til Århus (skrifa meira seinna).
0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home