Heimur Sollu

Tuesday, May 13, 2008

Ísland, vi kommer nu!!

Ég er baraheima núna, hún Hannnah mín er nefnilega veik með yfir 39 stiga hita, ég vona bara að þetta vari ekki lengi þar sem við erum að fara í ferðalag á föstudaginn yfir sundin blá, já það er enginn mánuður í ísland núna og ekki heldur ein vika það eru aðeins tveir dagar!!! og eru blendnar tilfinningar bæði kvíði og tilhlökkun. Það er búið að vera algjör rjómablíða hér og hefur hitinn farið yfir 30 gráður þegar hefur verið heitast, svo maður er á báðum áttum um hvort maður ætti nokkuð að vera að fara í kuldann á Íslandi. Ég held að Hannah hafi fundið það ásér að það væri ekki nóg að hafa bara einn dag til að pakka í töskur og gera húsið hreint, svo ég hugsa að ég noti tækifærið og klári hreyngerninguna og þvo þvott, mikil ósköp sem er til af þvotti ég hef ekki töluna á hvað ég er búin að þvo margar vélar bara á þremur dögum, það er einsgott að tauið er fljótt að þorna. Jæja mín kæru systkini þið megið fara að undirbúa komu drottningarinnar smá spaug :), það eru nefnilega næstum fjögur ár síðan að ég hef séð mörg ykkar, VÁ! ætli ég muni eftir því hvernig þið lítið út. Mig hlakkar til að sjá framan í Alexander þegar við komum því hann var aðeins tíu mánaða þegar fið fluttum hingað og man því ekkert eftir landinu og heldur hann á það sé hluti af Danmörk, og þar sem hann er líka þvílíka náttúrubarnið þá held ég að það verði gaman að sjá svipbrigðin hjá honum.

Benedikta er svo næstum flutt til vinkonu sinnar hennar Tönju, hún svaf nefnilega hjá henni alla hvítasunnuhelgina. svo höfum við farið í djurssommerland, og var það gaman einsog vanalega og erum við komin með sæsonkort, svo stefnan verður oft þangað. Addi prófaði nýja rússíbanan og segir hann að hann sé alveg geðveikur og er spennan alveg til hann stoppar aftur. Einusinni hafði ég mig í að fara í svona morðtól en ég er algjör skræfa orðin og bara þori ekki, en ég veit að ég fæ engan frið fyrr en ég hef farið einn túr, og er Addi alltaf að ýta á mig að prófa.

Hölli ætlar svo að vera hér og passa hús og dýr á meðan við erum í burtu og bara þökkum honum fyrirfram fyrir það, hann kom líka eina helgina og passaði fyrir okkur, því það hittist á að við áttum að vinna sama laugardaginn og ég veit ekki hvað við gerðum ef við hefpum hann ekki, þar sem allir eru svo langt í burtu.

en sú stutta er nú sofnuð á handleggnum svo ég er að hugsa um að nota tækifærið og gera eitthvað hér.

sjáumst síðar kæru vinir Sollan kveður í bili. BÆÓ!!!

3 Comments:

  • http://www.purchaselevitranorx.com/#6www.sollam.blogspot.com - buy viagra [url=http://www.purchaselevitranorx.com/#4www.sollam.blogspot.com]levitra[/url] levitra
    levitra 10mg

    By Anonymous Anonymous, At 6:02 AM  

  • Hi, cheap accutane online - roaccutane price http://www.smoothmarketplace.com/index.html, [url=http://www.smoothmarketplace.com/index.html]purchase accutane [/url]

    By Anonymous Anonymous, At 6:24 AM  

  • 4, Lunesta Sale - lunesta cost http://www.lunestasleepaid.net/, [url=http://www.lunestasleepaid.net/] Eszopiclone Price[/url]

    By Anonymous Anonymous, At 5:43 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home